
Seiglazine
1.800 kr.Seiglazine er árlegt tímarit gefið út í tengslum við tónlistarhátíðina Seiglu, sem fer fram í Hörpu aðra helgina í ágúst á hverju ári. Þetta er fyrsta tölublað ritsins en það kemur út í ágúst á hverju ári.
Í ritinu má finna aðsendar greinar, smásögur, ljóð, myndir og teikningar, hugleiðingar, slúður, verkalista og ýmislegt fleira sem barst ritinu í opnu kalli fyrr á árinu, og auk þess er þar að finna hátíðardagskrá Seiglu og upplýsingar um viðburði og flytjendur hátíðarinnar.
Höfundar efnis eru Ásta Kristín Pjetursdóttir, Edda Oskars, Erna Vala Arnardóttir, Guja Sandholt, Hlín Pétursdóttir Behrens, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Lee Marable, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Zygmund de Somogyi.



