



Kompa
1.290 kr.Fræðimaður, ung kona, verður fyrir smávægilegri truflun inni á handritasafni við rannsókn á 365 ára gamalli dagbók. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar en koma þó ekki í ljós fyrir en sex árum síðar þegar konan áttar sig á að rannsóknartilgáta hennar hefur í öll þessi ár verið byggð á röngum forsendum, og að ritgerðin, heilar 600 síður, er að öllum líkindum þvættingur frá upphafi til enda.
Í örvæntingu sinni grípur hún til þess eina ráðs sem virðist geta bjargað henni úr skelfilegum aðstæðum, en verknaðurinn eykur bara á hremmingar hennar og áfallið í kjölfar þessa alls verður til þess að gömul veikindi taka sig upp. Buguð og í fræðilegri sjálfheldu frestar hún námslokum og fylgir eiginmanni sínum heim til Íslands.
Þar burðast hún með leyndarmál sitt og laskaða sjálfsmynd gagnvart fjölskyldu og vinum, og tekst á við afleiðingar veikinda sinna, ofskynjanir, sem virðast þó að lokum ætla að opna henni leið út úr ógöngunum.
Kompa er skáldsaga um uppruna sögulegra heimilda og tilviljunarkennda varðveislu þeirra.


Endurfundir
1.290 kr.Vorið 1991 snýr Ágúst Bergsson heim á Skagann eftir misheppnaða dvöl í New York. Hann flosnaði upp úr kvikmyndanámi og stóð í erfiðum sambúðarslitum við sænska kærustu sem reyndist ekki öll þar sem hún var séð. Í gamla heimabænum virðist fátt annað bíða en foreldrahús, fiskvinnsla og alltumlykjandi grámi. Ástin er þó aldrei langt undan. En á hún aðeins erindi við aðra?
Í þessari leiftrandi skemmtilegu skáldsögu Orra Harðarsonar er brugðið húmorísku ljósi á líf ungs manns sem þarf að læra að fóta sig upp á nýtt og finnur þá gamlar tilfinningar vakna í brjósti. Um leið einkennist sagan af djúpri hlýju og hispursleysi, þar sem lipurlegur stíll og ósvikin frásagnargleði skila persónum og sögusviði ljóslifandi til lesenda.
Fyrsta skáldsaga Orra, Stundarfró, kom út árið 2014 og hlaut verðskuldað lof gagnrýnenda og lesanda. Hún var meðal annars tilnefnd til Menningarverðlauna DV sem skáldverk ársins.

Skáldleg afbrotafræði
1.290 kr.Skáldleg afbrotafræði er makalaus aldarfarssaga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar.
Nýjar hugmyndir eru á kreiki í veröldinni og upplýsingarstefnan að ryðja sér til rúms, meira að segja í örsmáu sjávarþorpi á hjara veraldar. Prestar og hreppstjórar ráða enn örlögum smælingja en alþýðan er farin að átta sig á óréttlætinu og það styttist í að hún láti verkin tala.
Hér eru ótal þræðir á lofti; gleði og sorg, kúgun og frelsi, sögulegur fróðleikur í bland við yfirskilvitleg fyrirbæri, magnaðar persónur og misfagrir hugarheimar – og allt þetta fellir höfundurinn saman í þéttan og margslunginn vef eins og honum er lagið.
Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér tugi skáldverka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um lönd en sérstakra vinsælda nýtur hann í Danmörku, þar sem bækur hans koma nú út samtímis útgáfu hér heima.





Einn af okkur – Saga af samfélagi
990 kr.Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum. Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu, afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í plássinu fannst hann vera vingjarnlegasti Norðmaður sem hann hafði nokkurn tímann hitt.
Einn af okkur er áhrifamikil saga fólks í leit að samastað innan ramma samfélagsins. Rashid-systurnar frá Nesodden. þrír vinir frá Troms. Ungur maður frá Ósló. Öll hittust Þau í Útey 22. júlí 2011.
Einn af okkur lýsir voðaverkum og hryllingi en hún er líka mögnuð og mikilvæg samtímasaga um von og höfnun, ást og fordóma.
Åsne Seierstad er margverðlaunaður stríðsfréttaritari og rithöfundur, einna þekktust fyrir Bóksalann í Kabúl sem naut fádæma vinsælda og kom út á fjöldamörgum tungumálum. Eftir að Anders Behring Breivik kom fyrir sprengju í stjórnarhverfinu í Ósló og myrti 69 manns í Útey hóf Seierstad í fyrsta sinn að skrifa um sína eigin þjóð.
