
- -19%

Útlit loptsins
Original price was: 15.990 kr..12.990 kr.Current price is: 12.990 kr..Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr sem var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála og Einar Falur inngang. Einnig er birt ljóð eftir Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi. Sigrún Sigvaldadóttir hannar ásamt höfundi.

Eggert Pétursson
15.490 kr.Bókin um Eggert Pétursson inniheldur 109 myndir af málverkum listamannsins og greinar um verk hans, ævi og feril.

Fínir drættir leturfræðinnar
4.390 kr.Fínir drættir leturfræðinnar var gefin út árið 1987 á sjö tungumálum, en kemur nú út í fyrsta skipti á íslensku. Bókin fjallar á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um þá þætti sem skipta sköpum þegar læsileiki texta er annars vegar, svo sem bókstafina, orðið, línuna og andrýmið. Hér er þó um meira en handbók að ræða. Hvernig má það vera, spyr Jost Hochuli, að farið sé eftir öllum kúnstarinnar reglum en yfirbragð bókarinnar sé samt sem áður leiðinlegt? Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar.
Svissneski leturfræðingurinn Jost Hochuli hefur lengi notið alþjóðlegrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um árabil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss, skrifað bækur á sviði grafískrar hönnunar og ritstýrt og hannað ritraðir í faginu. Jost Hochuli hefur margoft haldið sýningar bæði í heimalandinu Sviss sem og víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bókahönnun, til að mynda í samkeppnunum Fegurstu bækur Sviss og Fegurstu bækur í heimi.
