
Þula
11.990 kr.Bókin Þula varð til meðfram vinnu við einkasýninguna Huldukona/Hidden lady, sem opnaði í janúar 2025 á Listasafninu á Akureyri. Hulda valdi myndirnar í bókina og texta í samstarfi við Maríönnu Björk Ásmundar hönnuð og Soffíu Bjarnadóttir, rithöfund og ljóðskáld. Soffía á svo allan annan texta í bókinni. Spessi tók myndirnar og Maríanna vann þær svo myndirnar hæfi forminu.
Bókin kemur út í 500 eintökum.

Jörð / Earth
9.290 kr.Bryndís Jónsdóttir sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hún horfir til táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk. Efniskenndin er áþreifanleg.

Rhythm of labor / Taktur í verki
5.990 kr.Hulda Rós Guðnadóttir (b. Reykjavík, Iceland, 1973; lives and works in Berlin) creates work across video, photography, performance, installation art, and others. Central to her practice is a conceptual approach that fluidly transitions between various artistic mediums. Her work is deeply influenced by anthropological research methods as well as her own personal experiences. She employs strategies of dislocation and defamiliarization to interrogate narratives about labor, class, and urban development and their entanglements with art.
Guðnadóttir’s first monograph Rhythm of Labor is dedicated to her artistic research project Keep Frozen. The project, which has been ongoing for over fifteen years, analyzes the operation of the global economy in the specific local example of the dynamics of industrialized fishing in Iceland. An extensive essay section sheds light on Guðnadóttir’s exploratory performances and films. Heiða Björk Árnadóttir charts the historical and social contexts of the Keep Frozen series. Elisabeth Brun shows how the artist challenges clichéd visualizations of the Arctic and Subarctic, while Anamaría Garzón Mantilla underscores the need to integrate the Arctic north into a critique of coloniality. Katla Kjartansdóttir discusses Guðnadóttir’s series of works that focus on the puffin, a seabird native to the North Atlantic, which has been co-opted by the booming tourism industry as an Icelandic symbol. With a foreword by Julia Gwendolyn Schneider.


Spessi: Tóm
13.490 kr.Tóm er ný ljósmyndabók eftir Sigurþór Spessa Hallbjörnsson. Spessi er einn af mikilvægustu sjónrænu annálahöfundum Íslands. Bókin inniheldur um 100 myndir teknar í Öræfunum og formála eftir Ófeig Sigurðsson, rithöfund.

Steinunn Þórarinsdóttir: Maður
15.990 kr.Nýtt og veglegt yfirlitsrit um list Steinunnar Þórarinsdóttur. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Steinunnar, auk þess sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um listferil hennar og verk frá fjölbreyttum sjónarhornum. Snæfríð Þorsteins hannaði. Bókin inniheldur um 250 myndir af verkum Steinunnar, auk annarra mynda frá ferli hennar.

Mr. Awkward Show Present: Mr. Poser
7.490 kr.Anton Lyngdal sem gengur undir listamannanafninu Mr. Awkward show gefur út ljósmyndabók um Mr. Poser.
Mr. Poser er tískukóngur og sérlegur áhugamaður um vegglistasenuna á Íslandi. Hann á sér uppáhalds vegglistamann sem er einn sá stærsti og afkastamesti í senunni hér á landi, þ.e. Opes_vs_Vato. Í bókinni ferðast Mr. Poser um Höfuðborgarsvæðið og stillir sér upp í sínum bestu klæðum við vegglistaverk eftir Opes_vs_Vato.
Mr. Poser er einn af karakterum Antons sem vaknar til lífsins fyrir framan myndavélina, enda líður Mr. Poser best í sviðsljósinu og er handviss um að hann ætti heima á tískusýningunum í París.

Kína frá fyrri öld – China Before
8.490 kr.Unnur Guðjónsdóttir rak um árabil ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í ferðum til Kína. Hún tók snemma ástfóstri við þetta stóra og mikla land, með „teljandi“ íbúum, og árunum 1983 og 1992 tók hún þar mikið magn mynda, sem finna má í þessari einstöku bók, sem sýnir okkur Kína frá síðustu öld, en margt hefur nú breyst þar og því nauðsynlegt að varðveita gamla tímann eins og kostur er.

Guðrún Bergsdóttir – Hugarheimar / Inner Worlds
8.990 kr.Hugarheimar er bók um útsaumslistakonuna Guðrúnu Bergsdóttur. Guðrún var fædd árið 1970 og lést í janúar 2024. Hún var fædd með fötlun sem setti mark sitt á líf hennar en hindraði hana þó ekki í að gera einstök útsaumslistaverk þar sem flæða saman litir og form, sprottin úr hennar hugarheimi. Bókin inniheldur myndir af verkum Guðrúnar, auk greina um verk hennar og feril eftir Aðalstein Ingólfsson, Margréti M. Norðdahl og Eggert Pétursson. Harpa Björnsdóttir ritstýrði og Ármann Agnarsson hannaði.



