
Börn í Reykjavík (notuð)
7.990 kr.Börn í Reykjavík er einstæður fjársjóður handa öllum þeim sem hafa verið börn og eru það kannski enn, þeim sem eiga börn eða sinna börnum, og öllum þeim sem hafa áhuga á hinum gríðarlegu breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi undanfarin 150 ár.
Bókin – sem tekin er saman í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar og gefin út í samstarfi við félagið – lýsir lífi barnanna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga. Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá leikjum þeirra og námi, frístundum og félagsstarfi, skemmtunum og margvíslegum skyldum. Vikið er að ýmsum óknyttum og orðbragði barna og fjallað um ólíkar aðstæður þeirra. Þá er mikilli þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum á tímabilinu gerð ítarleg skil. Síðast en ekki síst er því lýst hvernig smám saman er farið að hugsa um börn sem einstaklinga með sjálfstæðan rétt og skoðanir.
Guðjón Friðriksson hefur skrifað ótal rit um hin ýmsu svið þjóðarsögunnar og hlotið fyrir margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hér snýr hann sér að undirstöðu þjóðarinnar: börnunum á hverjum tíma. Sagan er rakin í glöggum og skemmtilegum texta og vel á sjötta hundrað ljósmyndum. Útkoman er einstaklega heillandi aldarspegill sem ungir og aldnir munu gleyma sér yfir.


Stríðsárin 1938-1945
5.990 kr.Í þessu magnþrungna stórvirki er Ísland fært inn á landakort heimsstyrjaldarinnar síðari og sýnt hvernig það varð órofa hluti af hildarleiknum sem fram fór um víða veröld – og ekki síst á hafinu kringum landið. Grimmd, lífsþorsti, hetjudáðir og hryllingur stríðsátakanna er dreginn fram í fjölda frásagna, fréttaskeyta, leyniskjala, dagbóka og minningabrota, auk þess sem verkið geymir aragrúa ljósmynda, innlendra og erlendra, sem margar koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir.
Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntafræðingur og menningarrýnir, hefur um árabil haft brennandi áhuga á þessu einstæða tímabili í sögu þjóðarinnar. Verkið er afrakstur gríðarlega umfangsmikillar vinnu hans við söfnun ljósmynda, endurminninga og annarra heimilda um stríðsárin.

On Palestine
3.490 kr.Co-authored by two leading voices in the struggle to liberate Palestine, an indispensable book for understanding the situation in Gaza right now.
What is the future of the Boycott, Divestment, and Sanctions movement directed at Israel? Which is more viable, the binational or one state solution? Noam Chomsky and Ilan Pappé discuss the road ahead for Palestinians and how the international community can pressure Israel to end its human rights abuses against the people of Palestine in this urgent and timely book, a sequel to their acclaimed Gaza in Crisis.

Road to October 7 : A Brief History of Palestinian Islamism
4.690 kr.In Road to October 7, Erik Skare argues that Palestinian Islamism is far more complex and dynamic than generally assumed. The phenomenon has continuously developed through disputes between moderates and hardliners. These struggles have largely been settled by external drivers – intra-Palestinian competition, Israeli violence and repression, or shifts in the regional power balance.

The Ethnic Cleansing of Palestine
3.990 kr.Between 1947 and 1949, over 400 Palestinian villages were deliberately destroyed, civilians were massacred and around a million men, women, and children were expelled from their homes at gunpoint. Denied for almost six decades, had it happened today it could only have been called ‘ethnic cleansing’. Decisively debunking the myth that the Palestinian population left of their own accord in the course of this war, Ilan Pappe offers impressive archival evidence to demonstrate that, from its very inception, a central plank in Israel’s founding ideology was the forcible removal of the indigenous population.

To Meet in Hell
1.290 kr.To Meet in Hell: Bergen-Belsen, the British Officer Who Liberated It, and the Jewish Girl He Saved



Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi
1.290 kr.Paul Gaimard átti tvær heimsreisur að baki þegar hann kom eins og stormsveipur til Íslands sumrin 1835 og 1836. Hér stýrði hann mestu vísindaúttekt sem gerð hafði verið á þessari eyju sem fáir þekktu og lét teikna myndir sem gefa einstaka innsýn í lífið á Íslandi á þessum tíma. Gaimard vann hug og hjörtu landsmanna með því að læra íslensku og sýna þeim einlægan áhuga. En þrátt fyrir að hafa verið þekktur maður á sinni tíð eru bæði hann og leiðangrar hans að mestu gleymdir.
Í Maðurinn sem Ísland elskaði er saga þessara stórmerku leiðangra rakin og jafnframt sagt frá ævintýralegu lífshlaupi á tímum mælinga heimsins. Byggt er á ýmsum gögnum sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir áður, þar á meðal dagbókum Gaimards, og dregin upp ljóslifandi mynd af fólki, stöðum og heimssögunni á fyrri hluta nítjándu aldar. Um eitt hundrað myndir prýða bókina.
Árni Snævarr lærði sögu í Frakklandi og á Íslandi, stundaði blaðamennsku um árabil og hefur undanfarin ár unnið hjá alþjóðastofnunum og er nú búsettur í Brussel. Við vinnslu bókarinnar kannaði hann frönsk skjalasöfn og heimsótti helstu staði sem við sögu koma á Íslandi og í Frakklandi.

Fjarri hlýju hjónasængur – öðruvísi Íslandssaga
2.990 kr.Hvenær er ástin glæpsamleg? Hvaða skorður hafa henni verið settar um aldir? Hvaða sess skipaði hjónabandið, og hvaða refsingar voru við hórdómsbrotum og frillulífi?
Þessi bók er réttnefnd öðruvísi Íslandssaga. Hún segir frá samskiptum kynjanna á Íslandi um aldir, í samfélagi þar sem kirkja og veraldlegt vald töldu sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hér eru átakanlegar sögur af þeim konum – og körlum – sem leyfðu sér að fara út fyrir viðurkennd mörk ástar og hjónabands. Í krafti þeirra frásagna verður bókin annað en sögulegt yfirlit, hún verður lifandi saga. Víða er leitað fanga, svo sem í annálum, lagasöfnum, skáldskap og æviminningum og hefur höfundi tekist að miðla geysimiklum fróðleik á einstaklega lipran og aðgengilegan hátt.
Inga Huld Hákonardóttir er sagnfræðingur að mennt. Hún hefur um árabil starfað sem blaðamaður og sent frá sér margar bækur.

Rauði krossinn á Íslandi: 100 ára saga
3.990 kr.Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður árið 1924. Hugsun stofnendanna var að bæta úr brýnni þörf í íslensku samfélagi fyrir betri og faglegri heilbrigðisþjónustu. Á þeirri öld sem Rauði krossinn hefur starfað á Íslandi hefur hann haft grundvallaráhrif á þróun samfélagsins og viðhorf almennings til aðstoðar við þá sem eru í neyð og vanda, hvar á jörðinni sem þeir búa.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur í þessari veglegu og ríkulega myndskreyttu bók sögu Rauða krossins í heila öld og bregður upp margrbrotinni mynd af fjöldahreyfingu sem lætur sér fátt óviðkomandi. Bókin er um leið virðingarvottur við þær þúsundir sem í áranna rás hafa ljáð félaginu krafta sína með óeigingjörnu sjálfboðastarfi og þannig stuðlað að bættu samfélagi.






Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn
4.990 kr.Örlagasögur af Íslendingum
Um aldir var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslendinga. Þaðan var landinu stjórnað, þar stunduðu menn framhaldsnám eða afplánuðu tukthúsvist. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók rekur Björn Th. Björnsson þróun borgarinnar, fjallar um sögufrægar byggingar og rifjar upp örlagasögur af Íslendingum sem þangað sigldu, bæði broslegar og átakanlegar. Hér koma Fjölnismenn við sögu, Jónshús, furðufuglinn Þorleifur Repp, Jóhann skáld Sigurjónsson, Árnasafn og íslenskir námsmenn á Gamlagarði, svo nokkuð sé nefnt. Bókin kom fyrst út árið 1961 og hefur lengi verið ófáanleg, en nú hefur textinn verið aukinn og lagaður að breyttum aðstæðum. Einnig eru á þriðja hundrað nýjar ljósmyndir í bókinni og hverjum kafla fylgir götukort sem gerir bókina handhæga til að rata eftir um Íslendingaslóðir. Hinir vinsælu sjónvarpsþættir höfundar um Íslendinga í Kaupmannahöfn voru byggðir á nokkrum köflum úr bókinni.

Með harðfisk og hangikjöt að heiman
1.990 kr.Sumarólympíuleikarnir í London árið 1948 voru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Vegna seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu ekki verið haldnir Ólympíuleikar í 12 ár, en aðstæður í London voru erfiðar svona stuttu eftir stríð og stundum er talað um „meinlætaleikana“ af þeim sökum. Þetta voru líka fyrstu sumarleikarnir sem Ísland keppti á eftir lýðveldisstofnun og Íslendingar höfðu metnað til að standa sig vel. Ísland sendi því stóran flokk á leikana og íslenskar konur þreyttu frumraun sína á Ólympíuleikum.
Undirbúningur Íslendinga gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Íslendingar glímdu við gjaldeyrisskort, í Bretlandi var matur af skornum skammti og ólympíuflokkurinn tók því um 100 kíló af íslenskum mat með í nesti. Að mörgu þurfti að huga, bæði varðandi þjálfun og aðstöðu keppenda, mikill hiti og erfiðar aðstæður í London settu strik í reikninginn og árangur Íslendinganna olli vonbrigðum.
Hér er farið yfir áhugaverðan tíma í íslenskri íþróttasögu í alþjóðlegu samhengi. Margir frægir Íslendingar koma við sögu, eins og til dæmis Gunnar Huseby, kúluvarpari, sem fór ekki á leikana og Jón Leifs, tónskáld, sem keppti í listasamkeppni Ólympíuleikanna. Með harðfisk og hangikjöt að heiman fjallar um undirbúning og þátttöku Íslendinga á þessum sögulegu Ólympíuleikum út frá kenningum um þjóðarstolt og ríkiserindrekstur.


Hrakfallabálkur
1.290 kr.Þessi bók hefur að geyma frásagnir af slysförum, harðindum og öðrum ótíðindum, sem gengu yfir Húnavatnsþing og Húnvetninga á árabilinu 1600 til 1850, eða í tvær og hálfa öld.


Fangar Breta
2.990 kr.Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006. Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar og kröftuga mótmælamenningu. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006 þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Barátta íslenskra friðarsinna var í senn þjóðernisleg og undir sterkum alþjóðlegum áhrifum. Þetta er saga grasrótarhreyfinga og friðarbaráttu sem hefur tekið á sig fjölbreytilegar myndir og litrík form og mótað þjóðfélagsumræðuna í áratugi. Í bókinni er sagan sögð út frá fjölda sjónarhorna, svo sem á sviði bókmennta, leiklistar, myndlistar, dægurmenningar, tónlistar og kvikmynda. 
Konurnar á Eyrarbakka
7.990 kr.Konurnar á Eyrarbakka fjallar um líf og störf kvenna í sjávarþorpi sem eitt sinn var aðalverslunarstaður Suðurlands. Eyrarbakki er ríkur af sögu kvenna, sögu um lífið innan og utan heimila og milli húsa sem einhvern veginn var meira samtvinnað en það er í dag. Hjálpsemi, nýtni og þrautseigja einkenndi tilveruna þar sem konur höfðu stóru hlutverki að gegna í ósýnilegu hagkerfi en voru aldeilis ekki ósýnilegar þá frekar en nú þó ekki hafi farið miklar sögur af þeim.
Í bókinni eru viðtöl við konur og viðtöl við ættingja, konur og karla, um konur sem eru fæddar á tæplega hundrað ára tímabili, ýmist innfæddar, aðfluttar eða brottfluttar. Ekki eru sagðar sérstakar frægðarsögur heldur sögur af hversdagslífi og störfum kvenna sem hafa breyst í áranna rás.
