Availability: Uppselt

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld

Höfundur: Elif Shafak
SKU: SKLD038S

990 kr.

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld fer með lesandann í töfrandi ferðalag um skúmaskot borgarinnar litríku við Bospórussund. Þetta er margbrotin og ógleymanleg saga af samfélagi á jaðrinum, óblíðum kjörum kvenna í karlaveröld og vináttu sem nær út yfir gröf og dauða.

Látin vændiskona liggur í ruslatunnu í skuggasundi og rifjar upp ævi sína: Uppvaxtarárin á íhaldssömu heimili þar sem trúrækinn faðir réð lögum og lofum, flóttann að heiman og miskunnarlaust lífið í vændishúsum Istanbúl. Ekki síst eru henni vinirnir fimm sem hún eignaðist hugleiknir, hjartahlýtt utangarðsfólk sem stóð með henni gegnum súrt og sætt – og ætlar sér sannarlega ekki að bregðast henni núna.

Elif Shafak er tyrknesk-breskur verðlaunahöfundur og mest lesni kvenhöfundur Tyrklands. Hún hefur skrifað sautján bækur og verk hennar hafa verið þýdd á um fimmtíu tungumál. Elif er ötul baráttukona fyrir málfrelsi og réttindum kvenna og hinsegin fólks.

Nanna B. Þórsdóttir þýddi.

Ekki til á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2021

Þýðandi

Tungumál

Form

Kilja

Ástand

notuð