
Hreinsunareldur
6.890 kr.Steindór Jóhann Erlingsson er vísindasagnfræðingur. Hreinsunareldur er fyrsta ljóðabók hans en árið 2023 kom út eftir hann Lífið er staður þar sem bannað er að lifa – Bók um geðröskun og von .
Tveir bræður
Þeir liggja þétt saman,
bræðurnir tveir.
Annar
er hrjúfari en hinn.
Þeir
veita mér styrk
í amstri dagsins.
Þrátt fyrir ólíkt útlit
minna þeir mig alltaf
á mýkt móður minnar,
steinarnir í vasanum.

Nokkur orð um notagildi lífsins og áður óþekkt ljóð
6.890 kr.Áleitin ljóðabók eftir eitt af okkar helstu skáldum.
Dóttur mína,
dána
dreymir mig ekki veika,
aldrei örkumla,
hröra
en þannig er huganum
farið
í fastasvefninum
mildi hans
máir burtu
miskunnarleysið,
þjáninguna
þar til maður
vaknar.

Mistur
1.290 kr.Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu.
Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir þarf að kljást við flókið og erfitt mál skömmu eftir að hafa sjálf lent í fjölskylduharmleik sem skilur eftir sár sem aldrei gróa.
Ragnar Jónasson sýnir hér og sannar að hann er í hópi fremstu spennusagnarithöfunda Norðurlanda en útgáfuréttur á bókum hans hefur verið seldur til fjölda landa. Bækurnar hafa hlotið frábæra dóma og víða setið í efstu sætum metsölulista. Unnið er að gerð breskra spennuþátta sem byggjast á bókum Ragnars.

Hvítalogn
1.290 kr.Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?
Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og eru þar tíðir gestir á metsölulistum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín: Snjóblinda var valinn besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi, Huldu-þríleikur hans var verðlaunaður sem besta glæpasagan í Danmörku 2022 og Dimma var útnefnd besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023, svo nokkuð sé nefnt. Reykjavík – glæpasaga sem Ragnar skrifaði með Katrínu Jakobsdóttur var mest selda bók ársins 2022 á Íslandi.
Í Hvítalogni sýnir Ragnar enn og aftur að hann er sannkallaður ráðgátumeistari í sögu sem heldur lesandanum föngnum allt til enda.





Læknishúsið
1.290 kr.Gamla Læknishúsið á Eyrarbakka á sér dularfulla sögu; eldar hafa kviknað, fólk hefur glímt við óútskýrð veikindi og óvænt dauðsföll orðið.
Rithöfundurinn Steinar varð hluti af sögu hússins þegar hann bjó þar í æsku hjá öldruðum frændum sínum, öðrum blindum, hinum mállausum. Mörgum árum síðar flytur hann aftur í húsið ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt að tvíburum en hún er ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Íslands eftir bankahrunið.
Eftir komu hjónanna í húsið fer af stað spennandi og dulúðug atburðarás þar sem leyndir atburðir úr sögu hússins blandast saman við átök í samtímanum.
Bjarni Múli Bjarnason er margverðlaunaður höfundur en hann sýnir hér á sér nýja hlið. Sagan byggist á atburðum frá því að hann bjó sjálfur í Læknishúsinu ásamt eiginkonu sinni sem er fyrrverandi ráðherra. Bjarni er bókmenntafræðingur og höfundur tuttugu skáldverka sem meðal annars hafa komið út á færeysku, arabísku, þýsku og ensku. Verk eftir hann hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.


Læknirinn Í englaverksmiðjunni
1.290 kr.Þegar Ásdís Halla Bragadóttir fór að forvitnast um fjölskyldu blóðföður síns sem hún kynntist á fullorðinsárum var fátt um svör þegar hún spurðist fyrir um einn mann: Dr. Moritz Halldórsson. Af hverju stafaði þessi þögn um íslenskan lækni sem starfaði í Kaupmannahöfn og Vesturheimi? Forvitni hennar var vakin.
Eftir heimildaleit í fjórum löndum tókst Ásdísi Höllu að svipta hulunni af ævintýralegu lífshlaupi manns sem átti sér stóra drauma og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð. Inn í söguna fléttast mestu fjöldamorð í sögu Danmerkur, sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Vesturferðir, helstu ráðamenn þjóðarinnar – og Kristján níundi Danakonungur.
Hér segir Ásdís Halla Bragadóttir loksins magnaða og áhrifamikla sögu dr. Moritz Halldórssonar læknis. Hún hefur áður skrifað ævisögurnar Tvísaga og Hornauga sem báðar urðu metsölubækur og hlutu einróma lof.



Undir mjúkum væng
1.490 kr.Um áratuga skeið hefur Matthías Johannessen verið eitt merkasta skáld Íslands. Hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók árið 1958 og nú, 65 árum síðar, er hann enn að.
Undir mjúkum væng hefur að geyma nýjustu ljóð hans sem ort eru á undanförnum misserum. Þröstur Helgason bjó til prentunar.








