-
Þegar hún hló
8.490 kr.Umdeild fjölmiðlakona finnst myrt úti á Granda eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Þrátt fyrir mannfjöldann eru engin vitni að atburðinum og morðið virðist óvenju fagmannlega útfært. Hin unga lögreglukona, Sigurdís, er kölluð til liðs við rannsóknina, en um leið dregur til tíðinda í máli er tengist dauða föður hennar.
Katrín Júlíusdóttir tekur hér upp þráðinn úr bók sinni Sykur, sem fékk góða dóma og hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn. Sykur kom út í Bretlandi og fékk glimrandi viðtökur.
-
Allar litlu lygarnar
8.490 kr.Ung velgengnishjón láta lífið af skotsárum á heimili sínu frá tveimur dætrum, kornabarni og unglingsstúlku. Tuttugu árum síðar leitar sú eldri til sálfræðings. Hvað gerðist á þessu mikla fyrirmyndarheimili? Hvers vegna töldu ýmsir innan lögreglunnar að ekki hefðu öll kurl komið til grafar í málinu?
„Í tvo áratugi hefur þetta mál vafist fyrir mér, en aldrei bjóst ég við því að einn daginn yrði ég hluti af sögunni.“
Ung velgengnishjón láta lífið af skotsárum á heimili sínu frá tveimur dætrum, kornabarni og unglingsstúlku. Tuttugu árum síðar leitar sú eldri til sálfræðings sem sérhæfir sig í áföllum – og þekkir þau reyndar líka á eigin skinni. Hvað gerðist á þessu mikla fyrirmyndarheimili? Hvers vegna töldu ýmsir innan lögreglunnar að ekki hefðu öll kurl komið til grafar í málinu? Og af hverju er sálfræðingurinn með rannsóknargögn úr því í sínum fórum?
Eva Björg Ægisdóttir hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis, meðal annars unnið Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin og Gullrýtinginn í Bretlandi fyrir frumraun ársins. Bækur hennar koma út á yfir tuttugu tungumálum.
Allar litlu lygarnar er þéttofin glæpasaga með óvæntum vendingum og heldur lesandanum í heljargreipum allt til enda.
-
Syndafall
8.490 kr.Yrsa Sigurðardóttir fléttar hér listilega saman ólíka þræði sem virðast algjörlega ótengdir en undir brothættu yfirborðinu lúrir ógæfan …
Ung kona heyrir stöðugt ókennilegan grát eftir að hún lætur græða kuðung í eyrað en hún missti heyrnina í æsku. Hvaðan koma þessi hljóð? Rithöfundur leggur land undir fót um hávetur til að heyja sér efni í skáldsögu sem hann hyggst byggja á dramatískum atburðum í sögu fjölskyldunnar – en það fer ekki alveg eins og hann ætlaði. Og kona sem lifað hefur í skugga ofbeldis sem hún var beitt fyrir áratugum leitar réttlætis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum
-
Skrifað í sand: Minningabrot
9.290 kr.Karl Sigurbjörnsson biskup skildi eftir sig handrit að sjálfsævisögu þegar hann lést í febrúar árið 2024. Hér lýsir hann uppvexti sínum og daglegu lífi í Reykjavík um miðja síðustu öld, segir frá litríkum persónum, skólagöngu, áhrifavöldum, prestsárum og fjallar sömuleiðis um erfið mál á biskupsstóli og dregur ekkert undan.
Karl horfir hér með augum barnsins á Reykjavík vaxa og breytast, segir frá litríkum persónum sem birtast götunum og fjallar um áhrifavalda æsku sinnar og skólagöngu.
Karl skrifar af einlægni um það hvernig hugur hans hneigist að trúarlegum efnum, stofnun fjölskyldu, guðfræðinámi og fyrstu prestsárunum. Þá fjallar hann sömuleiðis um erfið mál sem hann glímdi við sem biskup Íslands og dregur ekkert undan.
Hispurslaus, vel skrifuð og skemmtileg frásögn sem bregður lifandi ljósi á Reykjavík fyrri tíma en tekst líka á við erfiðar spurningar um lífið og tilveruna af hreinskiptni og heiðarleika.
-
Syng, mín sál: 40 söngvar úr íslenskum handritum fyrri alda
6.890 kr.Ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu. Lögin sem hér eru loks gerð aðgengileg eru af margvíslegum toga en eiga það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á til veruna í hrjóstrugu landi á hjara veraldar.
Íslensk handrit frá fyrri öldum hafa að geyma hundruð sönglaga en fæst þeirra hafa verið aðgengileg flytjendum og áhugafólki um tónlist. Nú hefur Árni Heimir Ingólfs son safnað saman 40 lögum úr þessum handritum. Þau eru af margvíslegum toga en eiga það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á til veruna í hrjóstrugu landi á hjara veraldar.
Elstu lögin eru frá fimmtándu öld en þau yngstu frá þeirri átjándu og gefa þau góða mynd af tónlistarlífi á Íslandi í ríflega þrjár aldir. Í bókinni er einnig að finna greinargóðar skýringar á uppruna laganna og sögulegu samhengi þeirra.
Árni Heimir Ingólfsson er mikilvirkur fræðimaður á sviði íslenskrar tónlistarsögu. Hann hefur í þrígang verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bækur sínar, nú síðast Tónar útlaganna.
Syng, mín sál er ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu.
-
Andlit
8.490 kr.„Telst með okkar bestu skáldævisögum,“ ritar Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur í eftirmála bókarinnar.
Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki. Saga full af húmor, trega og hlýju.
Andlit er saga full af húmor, trega og hlýju en umfram allt einstök lýsing á sérkennilegu lífshlaupi. Andlit kom fyrst út árið 2003 og „telst með okkar bestu skáldævisögum,“ eins og Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og fyrrum útgefandi, segir í eftirmála bókarinnar. Nú er þessi marglofaða bók gefin út á ný í aukinni útgáfu.
Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki; slöngukonu sem þjónað hefur heimsfrægum leikara, amerískum gúrú sem nærist á íslenskum sálum, Kleópötru sem hefur áhuga á lifnaðarháttum neðanjarðarskálda, sænskum lögreglumönnum sem finnast draumar grunsamlegir, taugatrekktum flugfreyjum og draugum af ýmsu tagi.
Bjarni M. Bjarnason hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dúnstúlkuna í þokunni.
„Skondin skáldævisaga – skemmtilega björt lýsing á bernsku á hrakhólum.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2
„Meistaratök.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið
„Ein af albestu íslensku skáldævisögunum … Hans meistaraverk, alveg dásamleg bók. Hún er um barn sem er einhvers kona villibarn, og það er ótrúlegt að þessi peni maður hafi orðið úr því, það hafi ræst svona úr honum.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan.
„Algjör klassík.“ Egill Helgason, Kiljan
-
Franski spítalinn
8.490 kr.Febrúar 1989. Maður finnst látinn í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, draugalegu timburhúsi í niðurníðslu. Sunna, blaðamaður á Morgunblaðinu, fer austur til að grennslast fyrir um málið en bæjarbúar vilja lítið við hana tala og brátt fer hún að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu.
Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson taka hér upp þráðinn frá Reykjavík sem varð mest selda bók ársins 2022. Hún hlaut mikið lof gagnrýnenda og var auk þess tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Reykjavík hefur komið út á fjölda tungumála og völdu New York Times og Kirkus Review hana sem eina af bestu glæpa sögum ársins 2023 í Bandaríkjunum.
-
Kvöldsónatan
8.490 kr.Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.
„Kannski er bara við sjálfan mig að sakast. Þannig er það yfirleitt þótt ekki sé auðvelt að horfast í augu við það. Fólk lítur sjaldnast í eigin barm. En ég þekki brotalamirnar í sjálfum mér enda hef ég haft nægan tíma til að rannsaka þær.“
Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Eftir glæsilegan tónlistarferil ytra snýr hann loks aftur heim til Íslands í ferð sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og líf sitt, mistök sín og það sem hann hefur gert sjálfum sér og öðrum.
Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.
„Kraftmikill og heillandi sögumaður.“ Kirkus Reviews
„Undraverður höfundur.“ La Croix
„Ólafur Jóhann skrifar agaðan stíl sem er gífurlega áhrifamikill.“ Publishers Weekly
-
Hreinsunareldur
6.890 kr.Steindór Jóhann Erlingsson er vísindasagnfræðingur. Hreinsunareldur er fyrsta ljóðabók hans en árið 2023 kom út eftir hann Lífið er staður þar sem bannað er að lifa – Bók um geðröskun og von .
Tveir bræður
Þeir liggja þétt saman,
bræðurnir tveir.
Annar
er hrjúfari en hinn.
Þeir
veita mér styrk
í amstri dagsins.
Þrátt fyrir ólíkt útlit
minna þeir mig alltaf
á mýkt móður minnar,
steinarnir í vasanum.
-
Nokkur orð um notagildi lífsins og áður óþekkt ljóð
6.890 kr.Áleitin ljóðabók eftir eitt af okkar helstu skáldum.
Dóttur mína,
dána
dreymir mig ekki veika,
aldrei örkumla,
hröra
en þannig er huganum
farið
í fastasvefninum
mildi hans
máir burtu
miskunnarleysið,
þjáninguna
þar til maður
vaknar.
-