
Saga tveggja borga
1.290 kr.Charles Darnay er franskur aðalsmaður sem er ranglega sakaður um landráð. Sydney Carton er svallsamur lögmaður sem er fenginn til að verja hann. Báðir bera þeir ástarhug til sömu konunnar. Örlög þeirra ráðast í blóðugum átökum í upphafi frönsku byltingarinnar sem hófst með árás á Bastilluna 14. júlí 1789.
Saga tveggja borga kom út árið 1859 þegar margir óttuðust að bylting kynni að vofa yfir víða í Evrópu. Fáir skynjuðu betur en breski rithöfundurinn Charles Dickens að djúpstætt félagslegt óréttlæti gat leitt til byltingarástands. Honum var líka ljóst að háleitar hugsjónir áttu ekki samleið með ofbeldi og stjórnelysi.
Í Sögu tveggja borga lýsir Dickens með mögnuðum hætti og af einstöku innsæi þeim vonum sem margir báru í brjósti við upphaf frönsku byltingarinnar og þeim hryllingi sem hún leiddi til.
Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna.

Örblíða
4.690 kr.Í Örblíðu leiðir Úlfar Þormóðsson lesandann í undarlegt ferðalag, sprottið upp úr hugleiðingum af ýmsu tagi og leit að manni sem sífellt hverfur. Skyndilega er veruleika sögumanns raskað. Dregið er fram í dagsljósið áratugagamalt mál. Úlfar rifjar upp málavexti og afhjúpar ýmsar fullyrðingar sem varpað hefur verið fram.
Leit hans að upplýsingum í stjórnkerfinu tekur á sig kostulega mynd sem minnir á Kafka. Í miðjum klíðum verður hann fyrir þeim harmi að missa unnustu sína til þrjátíu ára – og þung sorgin verður förunautur hans.
Við áframhaldandi leit fýkur sannleikurinn út í veður og vind. Og sögumaðurinn öðlast frið í sálu sinni.
Einstök bók um völundarhús mannheima eftir einn merkilegasta höfund þjóðarinnar.
Úlfar Þormóðsson hefur sent frá á þriðja tug bóka af ýmsu tagi sem vakið hafa mikla athygli.

Dorgað í djúpi hugans
8.290 kr.Allt sem þú ert er frá öðrum komið. Lögfræðingurinn Skúli Thoroddsen pælir í meiningu þessara orða og fiskar upp lifandi atvik bernsku- og æskuáranna á myndrænan hátt hvort heldur sem krakki á barnaheimili, unglingur í brúarvinnu eða sveitastrákur hjá Konunni í dalnum og dætrunum sjö. Þá segir Skúli frá fyrstu ástinni og fer út í heim auk þess að bregða upp lifandi myndum af ættmennum sínum ýmsum og samferðarfólki. Ljóðrænar lýsingar hans á náttúru landsins, tónlist og skáldskap tilverunnar gera þessa bók að sannkölluðum yndislestri.
Athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Kortabók skýjanna
4.890 kr.Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum.
Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. Kortabók skýjanna er rómuð fyrir stílsnilld höfundar, hugmyndaríkan söguþráð, óvægna þjóðfélagsgagnrýni og hugvitssamlegan en jafnframt hjartnæman frásagnarmáta.
Helgi Ingólfsson íslenskaði.

Marta, Marta
4.390 kr.Titill þessarar áhrifamiklu skáldsögu vísar til Biblíupersónunnar Mörtu í Nýja testamentinu. Henni var ráðlagt að sneiða hjá óþarfa átökum og beina sjónum að hinu jákvæða og góða í lífinu. En Marta í skáldsögunni spyr hvar hið jákvæða og góða leynist í heimi þröngsýni og óréttlætis?
Árið 1993 dvaldi Marta á samyrkjubúi (kibbuts) í Jórdandalnum. Hún gerði sér far um að reyna að skilja eðli þeirrar pólitísku og trúarlegu átaka og spennu sem er allt um lykjandi á þeim slóðum. Þrjátíu árum síðar kemur ísrölsk vinkona hennar í heimsókn til Færeyja. Landið helga er þá enn opnara sár en nokkru sinni fyrr. Hvers vegna er ekki hægt að horfast í augu við veruleikann? spyr Marta.
Hjálmar Waag Árnason íslenskaði.
Færeyski rithöfundurinn Marjun Syderbø Kjelnæs (f. 1974) hefur lokið meistaraprófi í færeyskum bókmenntum og tungu, auk þess að vera hjúkrunarfræðingur. Hún hefur skrifað smásögur og skáldsögur, leikrit, ljóð og söngtexta.

Barnæska
4.390 kr.Jona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen.
Áhrifamikið meistaraverk þar sem hryllingi Helfararinnar er lýst frá sjónarhóli barns.
Gyrðir Elíasson íslenskaði.
Jona Oberski (f. 1938) er hollenskur kjarneðlis- og öreindafræðingur. Hann er höfundur allmargra bóka en Barnæska er þeirra frægust.
„Þetta er bók sem snertir sérhvern lesanda með hjarta.“ – Isaac Bashevis Singer, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum
„Látlaus … gagnorð … átakanleg.“ – Harold Pinter, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum
„Myrkt ævintýri… um ótta og angist barns, byggð á reynslu sem lýtur ekki lögmálum skynseminnar en samt algerlega raunveruleg.“ – Heinrich Böll, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum“

Sjö manngerðir sem finna má í bókabúðum
4.390 kr.Bækur Shauns Bythell um lífið í fornbókabúðinni hans í Wigton á Skotlandi hafa slegið í gegn víða um heim. Þar er brugðið upp lifandi myndum af daglegum gestum í bókabúðinni, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.
Í þessari bók reynir Shaun að átta sig á fólkinu sem ratað hefur í búðina hans á langri bóksalaævi. Heilt yfir finnst honum að viðskiptavinina megi flokka í sjö ólíkar manngerðir. Hnyttnar og snjallar mannlýsingar fornbókasalans gera þessa litlu bók að einstökum skemmtilestri.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.
„Grátbroslegar lýsingar … engum er hlíft.“ – Washington Post
„Fornbókasalinn lætur allt flakka með snilldarlegum hætti … mannfyrlitning í bland við elskulegheit.“ – Guardian“

Dagbók bóksala
990 kr.Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því …
Bráðfyndin og hrífandi frásögn þar sem brugðið er upp lifandi myndum af sérvitringum og furðufuglum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar, auk þess sem ástarlíf bóksalans kemur við sögu og hin eilífa glíma við að ná endum saman. Fyndin og kaldhæðin frásögnin heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.
Snjólaug Bragadóttir þýddi.
„Hlý, sniður og sprenghlægileg.“ – Daily Mail
„Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

Nóvella – Ævintýrið
3.790 kr.Í þessari bók eru birtar tvær sígildar sögur eftir Goethe sem notið hafa mikillar hylli meðal bókmenntaunnenda allt frá því þær komu fyrst fyrir almenningssjónir fyrir tveimur öldum.
Þetta eru sögurnar Nóvella, um söngelska drenginn með flautuna og ljónið og tigrísdýrið sem sleppa úr búrum sínum hjá mannfólkinu, og Ævintýrið, um grænu slönguna og fögru liljuna þar sem vafurlogar og konungar koma við sögu.
Tvær töfrandi frásagnir, samdar af mikilli list.
Jón Bjarni Atlason annaðist útgáfuna, íslenskaði Nóvellu og ritaði eftirmála.
Kristján Árnason og Þórarinn Kristjánsson íslenskuðu Ævintýrið.
Þýski menningarjöfurinn Johann Wolfgang Goethe (1749–1832) var skáld, leikskáld, skáldsagnahöfundur, náttúruvísindamaður, leikhússtjóri, stjórnmálamaður, gagnrýnandi og listamaður. Meðal frægustu verka hans er leikritið Fást (Faust) og skáldsögurnar Raunir Werthers unga (Die Leiden des jungen Werthers) og Wilhelm Meisters Lehrjahre.

Ég heyrði ugluna kalla á mig
4.390 kr.Í Kingcome-byggð við norðvesturströnd Kanada hefur fólk búið öldum saman í sátt og samlyndi við náttúruna. En nútíminn hefur hafið innreið sína með tilheyrandi vandamálum og aldagamalt veiðimannasamfélagið á undir högg að sækja. Ungur prestur sest að í byggðinni og í samvistum við innfædda öðlast hann nýjan skilning á lífinu, ekki síst mætti kærleikans.

Strákurinn sem las Jules Verne
4.390 kr.Ég tók upp bókina, sneri henni við og las nafnið Jules Verne og titilinn Grant skipstjóri og börn hans prentað gylltum stöfum á litaða kápumynd sem sýndi furðulegan leiðangur í undarlegu landslagi. „Hvar fékkstu þessa bók?“ spurði ég.
Strákurinn sem las Jules Verne er áhrifamikil söguleg skáldsaga sem gerist á Spáni á fimmta áratug síðustu aldar. Nino er níu ára gamall og elst upp í búðum Þjóðvarðliðsins í bænum Fuensanta de Martos. Sumarið 1947 kemur hinn dularfulli Pepe Portúgali til bæjarins og sest þar að í gamalli, yfirgefinni myllu. Pepe verður besti vinur hins veiklulega og lágvaxna Ninos.
Vinskapur þeirra og lestur bóka Jules Verne verður til þess að Nino fer að sjá skæruhernaðinn á heimaslóðum sínum undir forystu hins goðsagnakennda leiðtoga Cencerro í nýju ljósi. En Nino gætir þess vandlega að halda því fyrir sig hvers hann verður áskynja.

Við höfum alltaf átt heima í kastalanum
4.390 kr.Í þessari mögnuðu skáldsögu kynnumst við systrunum Merricat og Constance sem hefur verið útskúfað úr samfélagi þorpsbúa vegna skelfilegra atburða í fortíð þeirra. Þær lifa fábrotnu en hamingjuríku lífi á ættaróðali sínu í útjaðri þorpsins þar til tilveru þeira er ógnað af utanaðkomandi öflum.
Hrollvekjandi saga um múgæsingu, einangrun, ást og mannfyrirlitningu.
„Dulúðarfull og afar vel gerð saga.“ – The New York Times Book Review
Gunnhildur Jónatansdóttir íslenskaði.
Shirley Jackson (1916–1965) hefur stundum verið kölluð fánaberi gotneskra bókmennta. Áhrifa hennar gætir víða í verkum þekktra höfunda, svo sem Stephens King og Neils Gaiman. Ein bók hefur komið út eftir hana á íslensku, Líf á meðal villimanna í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum er af mörgum talin hennar besta bók.
