• Flugur og fleiri verk

    Flugur og fleiri verk

    Þessi ljóð eru ort af ungum manni handa ungu fólki, um það að vera ungur og kunna að slæpast og mega vera að því að þjást … Og flugurnar hafa sveimað með æ háværara suði fram á þennan dag, ungt fólk hefur lesið þessa bók og hrifist af beittum smámyndum Jóns.
    Úr eftirmála

    Ljóðabókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er nú endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns fyrir utan Flugur.

    Guðmundur Andri Thorsson annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála.

    7.890 kr.
    Setja í körfu
  • Minnisblöð veiðimanns

    Minnisblöð veiðimanns

    Skáldjöfurinn Ívan Túrgenev kynntist snemma bágum kjörum rússneskra bænda og miskunnarleysi þeirra sem réðu yfir þeim. Hann ólst upp á landareign móður sinnar, sem þótti með eindæmum óvægin og grimm, en hún hafði yfir að ráða meira en fimm þúsund sálum, eins og ánauðugir bændur voru gjarnan nefndir. Reynsla Túrgenevs úr uppvextinum varð honum innblástur í þessa bók, Minnisblöð veiðimanns, sem kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku.

    Í Minnisblöðum veiðimanns ferðast sögumaður um sveitir Rússlands og hittir landeigendur, ráðsmenn, bændur og bóndakonur auk annarra minnisstæðra persóna. Hann lýsir þessu fólki með raunsönnum og eftirminnilegum hætti en sagan er þó ekki síður óður til rússneskrar náttúru, birkiskóganna og sveitarinnar.

    Þegar bókin kom út árið 1852 var Túrgenev handtekinn og sendur í útlegð á ættaróðal sitt. Bókin er þó sögð hafa haft mikil áhrif á Aleksander II. Rússakeisara en það var hann sem steig loks það afdrifaríka skref að aflétta bændaánauðinni árið 1861.

    Áslaug Agnarsdóttir íslenskaði og ritaði eftirmála.

    8.290 kr.
    Setja í körfu
  • Kortabók skýjanna

    Kortabók skýjanna

    Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum.

    Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. Kortabók skýjanna er rómuð fyrir stílsnilld höfundar, hugmyndaríkan söguþráð, óvægna þjóðfélagsgagnrýni og hugvitssamlegan en jafnframt hjartnæman frásagnarmáta.

    Helgi Ingólfsson íslenskaði.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Klingsor

    Klingsor

    Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun.

    Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju Torgnys Lindgrens þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Og enn gefst kostur á sagnaheimi þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.

    Heimir Pálsson íslenskaði.

    Torgny Lindgren var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.

    Klingsor er fjórða skáldsagan eftir Torgny Lindgren sem Ugla hefur gefið út í öndvegisþýðingum Heimis Pálssonar. Hinar eru: Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Marta, Marta

    Marta, Marta

    Titill þessarar áhrifamiklu skáldsögu vísar til Biblíupersónunnar Mörtu í Nýja testamentinu. Henni var ráðlagt að sneiða hjá óþarfa átökum og beina sjónum að hinu jákvæða og góða í lífinu. En Marta í skáldsögunni spyr hvar hið jákvæða og góða leynist í heimi þröngsýni og óréttlætis?

    Árið 1993 dvaldi Marta á samyrkjubúi (kibbuts) í Jórdandalnum. Hún gerði sér far um að reyna að skilja eðli þeirrar pólitísku og trúarlegu átaka og spennu sem er allt um lykjandi á þeim slóðum. Þrjátíu árum síðar kemur ísrölsk vinkona hennar í heimsókn til Færeyja. Landið helga er þá enn opnara sár en nokkru sinni fyrr. Hvers vegna er ekki hægt að horfast í augu við veruleikann? spyr Marta.

    Hjálmar Waag Árnason íslenskaði.

    Færeyski rithöfundurinn Marjun Syderbø Kjelnæs (f. 1974) hefur lokið meistaraprófi í færeyskum bókmenntum og tungu, auk þess að vera hjúkrunarfræðingur. Hún hefur skrifað smásögur og skáldsögur, leikrit, ljóð og söngtexta.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Sjö manngerðir sem finna má í bókabúðum

    Sjö manngerðir sem finna má í bókabúðum

    Bækur Shauns Bythell um lífið í fornbókabúðinni hans í Wigton á Skotlandi hafa slegið í gegn víða um heim. Þar er brugðið upp lifandi myndum af daglegum gestum í bókabúðinni, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.

    Í þessari bók reynir Shaun að átta sig á fólkinu sem ratað hefur í búðina hans á langri bóksalaævi. Heilt yfir finnst honum að viðskiptavinina megi flokka í sjö ólíkar manngerðir. Hnyttnar og snjallar mannlýsingar fornbókasalans gera þessa litlu bók að einstökum skemmtilestri.

    Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

    „Grátbroslegar lýsingar … engum er hlíft.“ – Washington Post

    „Fornbókasalinn lætur allt flakka með snilldarlegum hætti … mannfyrlitning í bland við elskulegheit.“ – Guardian“

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Sporbaugar

    Sporbaugar

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Dagbók bóksala

    Dagbók bóksala

    Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því …

    Bráðfyndin og hrífandi frásögn þar sem brugðið er upp lifandi myndum af sérvitringum og furðufuglum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar, auk þess sem ástarlíf bóksalans kemur við sögu og hin eilífa glíma við að ná endum saman. Fyndin og kaldhæðin frásögnin heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.

    Snjólaug Bragadóttir þýddi.

    „Hlý, sniður og sprenghlægileg.“ – Daily Mail

    „Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ég heyrði ugluna kalla á mig

    Ég heyrði ugluna kalla á mig

    Í Kingcome-byggð við norðvesturströnd Kanada hefur fólk búið öldum saman í sátt og samlyndi við náttúruna. En nútíminn hefur hafið innreið sína með tilheyrandi vandamálum og aldagamalt veiðimannasamfélagið á undir högg að sækja. Ungur prestur sest að í byggðinni og í samvistum við innfædda öðlast hann nýjan skilning á lífinu, ekki síst mætti kærleikans.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Strákurinn sem las Jules Verne

    Strákurinn sem las Jules Verne

    Ég tók upp bókina, sneri henni við og las nafnið Jules Verne og titilinn Grant skipstjóri og börn hans prentað gylltum stöfum á litaða kápumynd sem sýndi furðulegan leiðangur í undarlegu landslagi. „Hvar fékkstu þessa bók?“ spurði ég.

    Strákurinn sem las Jules Verne er áhrifamikil söguleg skáldsaga sem gerist á Spáni á fimmta áratug síðustu aldar. Nino er níu ára gamall og elst upp í búðum Þjóðvarðliðsins í bænum Fuensanta de Martos. Sumarið 1947 kemur hinn dularfulli Pepe Portúgali til bæjarins og sest þar að í gamalli, yfirgefinni myllu. Pepe verður besti vinur hins veiklulega og lágvaxna Ninos.

    Vinskapur þeirra og lestur bóka Jules Verne verður til þess að Nino fer að sjá skæruhernaðinn á heimaslóðum sínum undir forystu hins goðsagnakennda leiðtoga Cencerro í nýju ljósi. En Nino gætir þess vandlega að halda því fyrir sig hvers hann verður áskynja.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Við höfum alltaf átt heima í kastalanum

    Við höfum alltaf átt heima í kastalanum

    Í þessari mögnuðu skáldsögu kynnumst við systrunum Merricat og Constance sem hefur verið útskúfað úr samfélagi þorpsbúa vegna skelfilegra atburða í fortíð þeirra. Þær lifa fábrotnu en hamingjuríku lífi á ættaróðali sínu í útjaðri þorpsins þar til tilveru þeira er ógnað af utanaðkomandi öflum.

    Hrollvekjandi saga um múgæsingu, einangrun, ást og mannfyrirlitningu.

    „Dulúðarfull og afar vel gerð saga.“ – The New York Times Book Review

    Gunnhildur Jónatansdóttir íslenskaði.

    Shirley Jackson (1916–1965) hefur stundum verið kölluð fánaberi gotneskra bókmennta. Áhrifa hennar gætir víða í verkum þekktra höfunda, svo sem Stephens King og Neils Gaiman. Ein bók hefur komið út eftir hana á íslensku, Líf á meðal villimanna í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum er af mörgum talin hennar besta bók.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Billy Budd, sjóliði

    Billy Budd, sjóliði

    Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta.

    Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða.

    Billy Budd var síðasta stórvirki bandaríska rithöfundarins Hermans Melville sem skrifaði eina frægustu skáldsögu heimsbókmenntanna, Moby Dick. Bókin kom fyrst út að höfundinum látnum árið 1924 og kemur nú í fyrsta sinn fyrir sjónir íslenskra lesenda hundrað árum síðar.

    Baldur Gunnarsson íslenskaði.

    Herman Melville (1819–1891) fæddist í New York. Eftir lát föður síns hætti hann í skóla og vann ýmis störf uns hann fór á sjóinn nítján ára gamall. Á næstu árum lenti hann í mörgum ævintýrum á hvalveiðiskipi í suðurhöfum sem hann lýsti í bókum sínum, svo sem Typee, Omoo, White-Fang, The Confidence-Man og stórvirkinu Moby Dick. Hann sinnti ýmsum störfum meðfram ritstörfunum, lengst af sem tollvörður í New York.

    Baldur Gunnarsson er cand.mag. í ensku og enskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og MA í bandarískum bókmenntum frá State University of New York at Stony Brook. Baldur kenndi klassískar bókmenntir um árabil við Háskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna og ljóðasafn.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Með minnið á heilanum

    Með minnið á heilanum

    Hvernig sér lítil sveitastelpa á árunum kringum 1960 veröldina sína ? Í þessari bók leyfir Þórhildur Ólafsdóttir, rithöfundur og þýðandi, barninu sem hún var að fá orðið, segja frá fólki, dýrum, húsum og náttúru í fjarlægum heimi. Barnið horfir á, drekkur í sig myndir, atburði, orð og sögur sem móta það fyrir lífstíð. Skynjunin birtist milliliðalaust og frásagnirnar ná að fanga almennan veruleika sem nær langt út fyrir stað og stund frásagnanna.

    Með minnið á heilanum er óvenjuleg minningabók. Minnið er hverfult og tilviljanakennt enda leitast höfundur alls ekki við  að finna eitthvað sem kalla mætti sannleika. Með hjálp barnsins er frekar reynt að uppgötva og nálgast, draga litlu stelpuna og nærumhverfi hennar upp úr hjúpi gleymskunnar sem endanlega mun hylja allt.

    Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir lauk doktorsprófi í frönskum bókmenntum við Háskólann í Orléans í Frakklandi árið 1982. Hún var lektor og síðar dósent í frönsku við Háskóla Íslands í nokkur ár. Frá árinu 1988 hefur hún verið búsett í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún starfaði við Evrópuráðið í aldarfjórðung.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Atvik – á ferð um ævina

    Atvik – á ferð um ævina

    Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills. Og nú, þegar hann er kominn hátt á níræðisaldur, hefur hann loks látið verða af því að festa á blað eftirtektarverð atvik – á ferð um ævina í þessari þokkafullu minningabók.

    Njörður P. Njarðvík (1936–) er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá  fjölda bóka – ljóð, skáldsögur, barnabækur, ævisögur, kennslubækur og fræðirit – auk þýðinga. Njörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Atburðurinn

    Atburðurinn

    „Árum saman hefur þessi atburður fylgt mér eins og skugginn. Þegar ég les um fóstureyðingu í skáldsögu fyllist ég ósjálfrátt geðshræringu, rétt eins og orðin umhverfist á samri stund í ofsafengna tilfinningu. Á sama hátt kemst ég í uppnám þegar ég heyri af tilviljun „La javanaise“, „J’ai la mémoire qui flanche“ eða önnur dægurlög sem voru mér hugstæð á þessum tíma.“ – Annie Ernaux

    Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

    Atburðurinn er fjórða bókin sem kemur út eftir hana á íslensku en áður hefur Ugla gefið út Staðinn, Unga manninn og Konu.

    Þórhildur Ólafsdóttir íslenskaði.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Hrunadansinn

    Hrunadansinn

    Hinn magnaði ljóðabálkur Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn, kemur nú út í sérstakri útgáfu í tilefni af áttræðisafmæli Matthíasar ásamt geisladiski með frábærum flutningi Gunnars Eyjólfssonar á ljóðinu.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Út í vitann

    Út í vitann

    Út í vitann, fimmta skáldsaga breska rithöfundarins Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútíma­­bók­mennta.

    Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta hennar í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum. Frú Ramsey gnæf­ir yfir alla með persónu sinni og stýrir fólkinu í kringum sig á sinn ómót­stæði­lega hátt — hinum sérkennilega og þurftar­freka eiginmanni, barnahópn­um, elskhugunum, gamla rithöf­undinum viðskotailla, listmálaranum sjálfstæða, klunna­lega unga menntamanninum. En allt á sinn stað og stund — og næsta ferð út í vitann er undir öðrum formerkjum.

    Fáar skáldsögur búa yfir þeim mætti að breyta lífi lesenda sinna — en Út í vitann þykir vera ein þeirra.

    Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála.

    Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöf­und­um 20. aldar. Meðal helstu skáld­sagna hennar eru Út í vit­ann, Frú Dalloway og Orlando. Hún tilheyrði fræg­um bók­­mennta­- og listahópi sem kennd­ur var við Bloomsbury í London.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Silas Marner

    Silas Marner

    George Eliot er einn helsti skáldsagnahöfundur Englendinga á 19. öld. Skáldverk hennar spanna vítt svið þjóðfélagsins. Lýsingar hennar á ensku sveitalífi eru í senn raunsæjar og spegla umbrot á sviði trúmála, stjórnmála og tilfinningalífs.

    Innsýn hennar í mannlegt eðli og lýsingar á innri átökum sögupersóna sinna og flóknum og stundum þversagnakenndum viðbrögðum þeirra við vandamálum þeim sem þær standa frammi fyrir voru nýmæli í skáldsagnaritun og vísuðu fram til skáldsagnagerðar nútímans.

    Silas Marner ber þessi einkenni í ríkum mæli. Sagan er fyrir löngu talin sígilt verk og í fremstu röð skáldverka síns tíma. Í Silas Marner speglast sammannleg umbrot og átök í lífi einstaklinga jafnt sem samfélagsins sjálfs en jafnframt einkennist sagan af sérstökum þokka og hlýju sem bregður notalegum blæ yfir fólk og sögusvið. Sagt hefur verið að í sögu þessari megi kenna ýmsa þætti í lífi skáldkonunnar sjálfrar.

    Á tímum Napóleonsstríðanna birtist vefarinn Silas Marner í þorpinu Raveloe, fulltrúi fornra og undarlegra hátta. Honum er tekið með tortryggni af lítt veraldarvönum íbúum staðarins. Silas heldur sig til hliðar við samfélagið enda hefur hann orðið fyrir þungum raunum og miklu ranglæti þar sem hann áður bjó. Hann bindur engin tengsl við nágranna sína en gætir einskis annars en vinnu sinnar og að draga saman fé. Dag einn er öllum fjársjóði hans stolið. Þótt ógæfan virðist mikil í fyrstu verður þessi atburður honum til láns þegar frá líður. Síðan ber gæfan á dyr í gervi lítillar stúlku sem hann gengur í foreldra stað. Þá kemur í ljós að örlög ýmissa, sem meira mega sín í samfélaginu, eru órjúfanlega bundin þessum hlédræga, fáskiptna manni.

    Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna í vandaðri þýðingu Atla Magnússonar.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Þögn – á öld hávaðans

    Þögn – á öld hávaðans

    Geti ég ekki gengið, klifrað eða siglt frá heiminum hef ég kennt mér að loka hann úti.

    Það tók tíma að læra þetta. Það var ekki fyrr en mér varð ljóst að ég hafði grundvallarþörf fyrir þögn, að ég gat byrjað að leita hennar – og þarna, djúpt undir glym umferðar og hugsana, tónlistar og vélarhljóða, snjallsíma og snjóblásara var hún og beið mín. Þögnin.

    Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn Erling Kagge þriggja spurninga: Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns? Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að svara þessum spurningum.

    Erling Kagge nýtir einstæða lífsreynslu sína á mörgum sviðum til að nálgast viðfangsefni sitt – mátt þagnarinnar.

    Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði.

    Norðmaðurinn Erling Kagge (1963) er lögfræðingur að mennt auk þess sem hann las heimspeki við Cambridge-háskóla. Hann er víðfrægur pólfari, fjalla- og siglingagarpur, stórvirkur bókaútgefandi (Kagge forlag), rithöfundur og listaverkasafnari. Hann gekk fyrstur manna á skíðum bæði á norðurpólinn og suðurpólinn án utanaðkomandi aðstoðar. Í kjölfarið kleif hann hæsta tind heims, Everest-fjall. Þar með varð hann fyrstur í heiminum til að ljúka hinni svokölluðu „þriggja póla þolraun“ sem felst í því að komast á tveimur jafnfljótum á báða póla og upp á hæsta tind jarðar. Kagge er höfundur margra bóka sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og verið þýddar á um 40 tungumál. Þögn á öld hávaðans er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku.þagnarinnar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Catilinusamsærið
  • Sonnettan

    Sonnettan

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Óseldar bækur bóksala

    Óseldar bækur bóksala

    Bærinn Wigtown í Skotlandi er paradís bókaunnenda. Shaun Bythell er einn af bóksölunum í Wigtown. Búðin hans, The Bookshop, er stærsta fornbókabúð Skotlands í gömlu húsi með níu stórum herbergjum stúfullum af bókum.

    Bækur Shauns um bókalífið í fornbókabúðinni hans hafa slegið í gegn víða um heim. Óseldar bækur bóksala er þriðja bókin eftir hann sem kemur út á íslensku en hinar tvær, Dagbók bóksala og Játningar bóksala, hafa fengið hinar bestu viðtökur.

    Í þessum skemmtilegu bókum er brugðið upp lifandi myndum af mannlegum samskiptum í bókabúðinni, furðufuglunum sem þar reka inn nefið, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.

    Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Ljáðu mér rödd

    Ljáðu mér rödd

    Ljáðu mér rödd er magnaður ljóðaþríleikur eftir eitt virtasta skáld Svía, Kjell Espmark, sem er Íslendingum að góðu kunnur.

    Í bókinni eru ljóðabækurnar Vetrarbraut (2007), Innri víðátta (2014) og Fjöldi votta (2020) þar sem öll bestu höfundareinkenni Espmarks sem ljóðskálds njóta sín til fulls.

    Njörður P. Njarðvík íslenskaði.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Spegillinn í speglinum

    Spegillinn í speglinum

    Spegillinn í speglinum er ótrúlegt völundarhús draumsýna. Lesandinn hverfur inn í dularfullan frásagnarheim fullan af furðum og leyndardómum, súrrealískum myndum og heimpekilegum hugmyndum.

    Hvað speglast í spegli sem speglast í spegli? Ef tveir lesendur lesa sömu bókina eru þeir samt ekki að lesa það sama. Því báðir sökkva þeir sér ofan í lesturinn – og bókin verður spegill sem lesandinn speglast í. Á sama hátt er lesandinn spegill sem bókin speglast í: Spegillinn í speglinum vísar lesandanum aftur til sjálfs sín.

    Bókina prýða teikningar eftir föður höfundar, listmálarann Edgar Ende.

    Sólveg Thoroddsen Jónsdóttir íslenskaði.

    Þýski rithöfundurinn Michael Ende (1929-1995) varð frægur á sjöunda áratug síðustu aldar fyrir bækur sínar um „Jim Knopf“ og naut mikilla vinsælda næstu áratugi fyrir fjölbreyttar sögur fyrir börn og fullorðna sem bera vott um óbeislað hugarflug og mannúðlega heimssýn. Sérstakra vinsælda nutu Mómó og Sagan endalausa sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur. Spegillinn í speglinum (Der Spiegel im Spiegel), sem höfundurinn kallaði stundum „Söguna endalausa fyrir fullorðna“, er eitt af síðari verkum Michaels Ende og kom út árið 1984. Bókin þykir magnað listaverk og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

    4.790 kr.
    Setja í körfu