

Krýsuvík
1.290 kr.Höfuðlaust lík fnnst í hraungjótu við Krýsuvík. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til.
Fyrr en varir er hann kominn á kaf í skuggaveröld þar sem erlendir verkamenn eru hafðir að leiksoppi og morðingi gengur laus.
Hörður hefur sinn hátt á að leysa erfið sakamál í spennutryllum Stefáns Mána. Hér tekur hann á öllu sínu til að leysa ráðgátur sem fléttast saman á ófyrirséðan hátt.


Endurfundir
1.290 kr.Vorið 1991 snýr Ágúst Bergsson heim á Skagann eftir misheppnaða dvöl í New York. Hann flosnaði upp úr kvikmyndanámi og stóð í erfiðum sambúðarslitum við sænska kærustu sem reyndist ekki öll þar sem hún var séð. Í gamla heimabænum virðist fátt annað bíða en foreldrahús, fiskvinnsla og alltumlykjandi grámi. Ástin er þó aldrei langt undan. En á hún aðeins erindi við aðra?
Í þessari leiftrandi skemmtilegu skáldsögu Orra Harðarsonar er brugðið húmorísku ljósi á líf ungs manns sem þarf að læra að fóta sig upp á nýtt og finnur þá gamlar tilfinningar vakna í brjósti. Um leið einkennist sagan af djúpri hlýju og hispursleysi, þar sem lipurlegur stíll og ósvikin frásagnargleði skila persónum og sögusviði ljóslifandi til lesenda.
Fyrsta skáldsaga Orra, Stundarfró, kom út árið 2014 og hlaut verðskuldað lof gagnrýnenda og lesanda. Hún var meðal annars tilnefnd til Menningarverðlauna DV sem skáldverk ársins.








