• Jólapakkið – Jóladagatal fyrir forvitna krakka

    Jólapakkið – Jóladagatal fyrir forvitna krakka

    Barnabókin Jólapakkið – Jóladagatal fyrir forvitna krakka eftir Helgu Sv. Helgadóttur og Kristínu Karlsdóttur með teikningum eftir Ásbjörn Erlingsson er stórskemmtilegt jóladagatal sem færir forna, íslenska sagnaleifð í samtímann – og í framtíðina.

    Þegar sagan hefst í Reykjavík framtíðarinnar, hafa ekki verið haldin jól svo áratugum skiptir enda talin til óþarfa. Þann 1. desember árið 2100 fær Grýla sig fullsadda af ólátunum í jólasveinunum og ákveður að reka þá úr hellinum til sinna hefðbundnu starfa. Til þess þarf hún að endurvekja jólaandann úr fortíðinni en það verk er einungis á færi góðra barna … og vélmenna.

    1.990 kr.
    Setja í körfu