
Marginalía
4.390 kr.Mörgum árum eftir að leiðir þeirra skildu hittast íslenskufræðingurinn Styrkár og blaðakonan Garún í Eddu, nýju heimili handritanna og húsi íslenskunnar.
Ljós flökta, hurðir opnast og lokast án sýnilegrar ástæðu og ógnandi nærvera gerir vart við sig. Skyndilega eru Styrkár og Garún læst inni og verða að vinna saman til að komast aftur út. Áður en hryllingurinn nær yfirhöndinni þurfa þau að horfast í augu við fortíðardraug sem þau töldu sig hafa kveðið niður fyrir fullt og allt.
Höfundar: Áslaug Ýr Hjartardóttir, Unnar Ingi Sæmundsson, Katrín Mixa og Vala Hauksdóttir.
Ritstjórar: Anna Margrét Bragadóttir, Elías Rúni Þorsteins og Fjóla K. Guðmundsdóttir
Bókin er samstarfsverkefni nemenda í ritlist Hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands.

Áður en ég brjálast – Játningar á miðjunni
4.390 kr.Kona á miðjum aldri flytur til Kalima þar sem ryk og sandur frá Sahara þyrlast um. Heimsmyndin er að molna og hún raðar saman minningarbrotum sem hafa umbreytt tilverunni. Dimmblár drykkfelldur hestur verður á vegi hennar og fylgir áleiðis að hvörfum.
Bókin er feminískt skáldverk um ástir, ólík breytingaferli og lífsreynslu róttækrar móður sem leitar heim í skáldskapinn þar sem goðsagnaverur vappa um. Úr verður mósaík minninga, áleitin samtímasaga sem er full af óslökkvandi ævintýraþrá, næmi og tragikómískum galsa.


Megir þú upplifa
1.990 kr.Í Vesturbænum býr breyskur maður í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Hann þráir frelsi æskunnar og hina brothættu fullkomnun sem er rétt utan seilingar. Við fylgjum honum í gegnum ferðalög, endurminningar og hjákátleg samskipti við konurnar í lífi hans. Fylgjumst með honum gera tilraun til að vera guðseindin í heimi sem oft virðist svo glataður.
Megir þú upplifa er óður til fegurðarinnar. Óður til borgarlífs. Óður til Evrópu. Og óður til skálds. Hún er tilraun til að milda hjörtu. Tilraun til að mála með litríkum breiðum penslum yfir gráan hversdagleika. Og tilraun til að fanga það besta sem lífið hefur upp á að bjóða.
