

Flaumgosar
5.190 kr.Flaumgosar er tíunda ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur.
Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni.

Dyngja
1.290 kr.Hvað leynist bak við bláan einkennisbúning og silkislæðu, sólbrúna húð og rauðlakkaðar neglur? Dauð rödd söguhetjunnar býður þér að kaupa tollfrjálsan varning og þegar þú afþakkar boðið heldur hún áfram ganginn með þennan klunnalega en vellyktandi vagn á undan sér. Hægt í átt að ljósinu og endalokum þeirrar undraverðu sögu sem nefnd hefur verið Dyngja. Hún hófst um miðbik 20. aldar á litlum bæ við rætur Ódáðahrauns og þaðan barst hún lengra inn í landið; frá hálendi Íslands út í geim og að lokum til tunglsins.
Sigrún Pálsdóttir lauk doktorsprófi í sagnfræði frá University of Oxford árið 2001 og hefur frá námslokum unnið við ýmsar rannsóknir og ritstjórn. Fyrri bækur hennar eru Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010), Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (2013), Kompa (2016) og Delluferðin (2019). Bækurnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Menningarverðlauna DV og Viðurkenningar Hagþenkis. Delluferðin hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021.


Við erum ekki morðingjar
1.290 kr.Ung kona skrifar bók sem leggur líf hennar og mannsins sem hún elskar í rúst. Ári seinna fær hún óvænt tækifæri til að segja frá sinni hlið á málinu. En hún hefur bara eina nótt. Og sá sem hlustar er ekki allur þar sem hann er séður. Við erum ekki morðingjar er spennuþrungin skáldsaga um ást, ofbeldi og viðkvæm leyndarmál.
Dagur Hjartarson hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins fyrir fyrstu skáldsögu sína, Síðustu ástarjátninguna. Hér sendir hann frá sér bók sem veltir upp áleitnum spurningum og mun koma lesendum á óvart.


Mæður geimfara
1.290 kr.Pálsteinn var fimmtíuogeins og alla þá daga sem hann hafði lifað eftir að hann fullorðnaðist hafði hann dreymt um að verða vitni að glæp …
Hér er á ferðinni litríkt sagnasafn um tilraunir manneskjunnar til að svífa – og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf.
Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar ljóð, leiktexta og prósa og er margkunn heima og erlendis fyrir einstakan og ísmeygilegan stíl. Hún á að baki fjölmargar ljóðabækur, tvær skáldsögur og margvísleg önnur verk. Sigurbjörg hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Blysfarir.


Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
1.290 kr.Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða.
Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir.
Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.

Kalt er annars blóð
1.290 kr.Í Kalt er annars blóð er glæpasagnaformið fléttað glæsilega saman við íslenska sagnahefð og íslensk örlög í nútíð og fortíð eins og Þórunni Jörlu einni er lagið. Í kuldalegri Reykjavíkurborg flögrar krummi um og fylgist með viðburðum sem draga munu dilk á eftir sér; hann sér margt sem mannleg augu sjá ekki – peningar skipta um hendur, kettir eru keyrðir niður, hús brennd og menn skotnir eins og skepnur.
Þegar Ása finnur af tilviljun lík í malarhaugi norðan heiða ber margt fyrir augu sem áður hefur verið hulið – hvað rekur fólk til að ryðja öðrum úr vegi og hvað gerist þegar hömlurnar hverfa ein af annarri?
Kalt er annars blóð, sem sækir efnivið m.a. í Njálu, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.

Tæpasta vað
5.190 kr.Tæpasta vað er önnur ljóðabók Jóns Hjartarsonar, leikara og rithöfundar. Hér er ort um land og líf, gjöfult og grimmt umhverfi, hversdagsleg atvik og uppgötvanir, fortíð og óvissa framtíð, fugla og fólk.
Horft er á heiminn af djúpri alvöru og umhyggju, ógnir og hörmungar nær og fjær, en um leið varpa blíðar bernskumyndir og síkvik og öflug náttúran bjarma vonar yfir sviðið í gagnorðum og hlýlegum ljóðum.
Fyrir fyrstu ljóðabók sína, Troðninga, hlaut Jón Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2021.

Fagurboðar
5.190 kr.Við uppgjör bókarans
verður dagljóst
að lífið
gefur meira
en það tekur.
Þórunn Valdimarsdóttir er einn fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið og laust mál og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Fagurboðar er fjórða ljóðabók Þórunnar.
