• Kaktusblómið og nóttin

    Kaktusblómið og nóttin

    „Ég hefi einhverja ónota tilfinning af því að okkar ætt sé hamingjusnauð…“
    Jóhann Sigurjónsson 1906

    Jóhann Sigurjónsson var stórskáld. Hann varð frægur heima og erlendis fyrir leikritin Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft. Hann tók ungur þá ákvörðun að helga sig skáldskapargyðjunni og hvarf frá námi í Kaupmannahöfn án þess að ljúka prófi. Hann vildi ekki taka þá áhættu að falla í borgaralegt far sem prófgráða og embætti eru ávísun upp á.

    Sorgleg örlög Jóhanns hafa sveipað minningu hans blæ goðsagnar.

    Hér er sögð einstæð saga Jóhanns. Varpað er ljósi á óróasaman feril hans í Lærða skólanum, sjúkdóminn vonda sem hann glímdi við í Kaupmannahöfn og skáldskapur hans, leikrit jafnt sem ljóð, eru brotin til mergjar. Var Sigurður Nordal ef til vill „höfundur“ Jóhanns? Hver var Ib, konan sem Jóhann elskaði og giftist að lokum? Var það gott hjónaband? Hvað um dótturina Grímu sem aldrei mátti nefna á Íslandi?

    Jón Viðar Jónsson dregur hér upp áhrifamikla mynd af frægasta leikritaskáldi Íslendinga fyrr og síðar. Hann hefur víða leitað fanga og dregur fram margt nýtt er varðar líf Jóhanns, ástir og örlög. Loksins er hulunni svift af skáldinu sem hefur svo lengi lifað á mörkum draums og veruleika í íslensku þjóðarsálinni.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Kína frá fyrri öld - China Before

    Kína frá fyrri öld – China Before

    Unnur Guðjónsdóttir rak um árabil ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í ferðum til Kína. Hún tók snemma ástfóstri við þetta stóra og mikla land, með „teljandi“ íbúum, og árunum 1983 og 1992 tók hún þar mikið magn mynda, sem finna má í þessari einstöku bók, sem sýnir okkur Kína frá síðustu öld, en margt hefur nú breyst þar og því nauðsynlegt að varðveita gamla tímann eins og kostur er.

    8.490 kr.
    Setja í körfu