
Í túninu heima
1.290 kr.„Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og er nú ekki lengur til,“ segir Halldór Laxness í þessari minningasögu. Reyndar hefst sagan á Laugaveginum, sem enn stendur í blóma. Þar fæddist höfundurinn og þaðan eru hans fyrstu minningar. En Laxnestúnið er ímynd liðins heims, sem að vísu sér hindrunarlaust gegnum aftur í fornöld, aftur fyrir tímann, en er þó fyrst og fremst hinn epíski, íslenzki sveitaheimur 19. aldar, sem ég fyrir mitt leyti þekki bjartastan úr bókum Páls Melsteðs, þó að þær eigi að heita þýðingar og gerast í útlöndum. Á mótum þessa heims og nútímans tekur frásögnin viðmiðanir sínar. Og vel á minnzt: það eru aðrar fráleitari leiðir til nokkurs skilnings á Halldóri yfirleitt en að líta á hann frá þessum vegamótum. Frásögninni lýkur, þegar „strákurinn í Laxnesi“ heldur á stað út í heim til Reykjavíkur að leggja stund á tónlist og myndlist. En áður en þessi umgjörð tíma og landafræði lokast, hefir Halldór farið með oss um allar jarðir í hugmyndaheimi sínum. Auk margra smágjörðra, ógleymanlegra mannlýsinga eru mér af einstökum atriðum hugstæðastar athugasemdir hans um höfunda og bókakost á þessum tíma. Sérstaklega langar mig að taka undir viðurkenningu hans á Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og lofsyrðum um þýðingarnar gömlu í vestanblöðunum.
Ef til vill ætti heldur að tala um mismunandi fjarlægðir frá sjónarmiði höfundar en tímatal í sambandi við þessa bók. Á einum stað í bókinni drepur Halldór á það, að öllu máli skipti að vanda smáatriðin í list, hið stóra sjái um sig. Það á við hér. Ég ætla að leyfa mér að bæta því við til athugunar við lestur þessarar bókar, að „réttar“ fjarlægðir séu annað skilyrði vissrar frásagnarlistar og að bókin staðfesti það. En leikur að fjarlægðum er, eins og vér þekkjum, eitt áhrifamikið höfundareinkenni Halldórs Laxness.
K. K.





Kjarvalskver
1.990 kr.Þessi bók geymir í einu lagi viðtöl Matthíasar Johannessens við Jóhannes Kjarval, bæði þau, sem birzt hafa áður og einnig önnur, sem ekki hafa fyrr komið á prent, auk áhrifamikils lokaþáttar frá hendi Matthíasar. Viðtölin eru svo merkileg heimild um einhvern mesta og frumlegasta persónuleika þjóðarinnar, að sjálfsagt má þykja, að þau séu til á einum stað, enda mun lesandi fljótt finna innra samhengi þeirra og listræna stígandi.
Allar heimildir um Jóhannes Kjarval eru og verða mikils virði. Og þótt Matthías Johannessen sé viðurkenndur snillingur að gera viðtöl við hina ólíkustu menn, er óvíst, að honum hafi nokkurn tíma tekizt betur en hér. Samband hans og Kjarvals er náið og skemmtilegt. Eitt er víst, að það myndi á fárra valdi að festa hugmyndaflug og leik Kjarvals jafn-trúverðuglega á blað og hér er gert. Í þessum viðtölum heyrist umfram allt rödd listamannsins sjálfs ósvikin, sterk og margbreytileg. Hún tekur yfir ótrúlega vítt svið milli ólíkindaleiks og trúnaðar, milli ævintýralegs gamans og djúprar alvöru.













Dvergliljur
14.990 kr.Dvergliljur er önnur ljóðabók Vilborgar.
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR yrkir af skáldlegum einfaldleik um hið eilífa í hversdagsleikanum, ástir manns og konu, veröld barnsins, sálarlíf mannsins í myndbreytingum ástríða og dægra. Málfar ljóða hennar er tært, form þeirra óþvingað, en hrynjandi þeirra og hugblær sver sig stundum í ætt við þjóðkvæði í fullu samræmi við yrkisefnin. En sú óbrenglaða tilfinning fyrir fegurð upprunalegs lífs, sem hún túlkar svo oft með sýn barnsins, á sér aðra hlið, því að hún skynjar líka varnarleysi þess. Og þess vegna yrkir hún stundum um pólitískan veruleika samtímans.
Ljóð hennar vekja sérstakt trúnaðartraust. Kannske er það fyrst og fremst af því, að lesandinn finnur að skáldkonan er ekki að túlka einangraða skáldlega reynslu, heldur að opna hug sinn allan. Hann trúir því ósjálfrátt, að hún skynji veruleikann alltaf eins og kvæðin lýsa honum.



Einar ríki – Fagurt galaði fuglinn sá
2.990 kr.Einar ríki
III. bindi
Fagurt galaði fuglinn sá
Þórbergur Þórðarson skráði


