








Strandið
2.990 kr.Þetta er bók um lífsháska. Hún segir frá strandi olíuskipsins Atlantis, sem rekur stjórnlaust undan veðri og straumum að hrikalegri klettaströnd. Hún segir frá vitaverðinum, sem bíður þess hvað verða vill, og frá skipshöfninni: kínverjum, evrópu- búum og bandaríkjamanni og afdrifum hennar. Hún fjallar um kaldrifjaðar mannfórnir og sviplegan dauða. Bókin er nýstárleg og spennandi, listræn og með djúpum undirtónum. Þetta er fyrsta skáldsaga eins af yngri ljóðskáldum okkar. Hannes Sigfússon hefur áður gefið út tvær ljóðabækur sem vakið hafa athygli: Dymbilvöku og Imbrudaga. Sérstaka athygli vakti Dymbilvaka þegar hún kom út í annarri útgáfu í fyrra í Ljóðum ungra skálda.
