• Leikandinn: Greinar um menntun ungra barna

    Leikandinn: Greinar um menntun ungra barna

    Menntun ungra barna hefur verið í brennidepli víða um heim á undanförnum áratugum. Aukin áhersla á menntun yngstu borgaranna skýrist m.a. af niðurstöðum fjölda vísindarannsókna sem sýna verulegan ávinning af góðri menntun þeirra, ekki einungis fyrir þau sjálf heldur einnig fyrir samfélagið.

    Þessi bók inniheldur 18 fræðigreinar sem hafa að geyma niðurstöður rannsókna um menntun ungra barna frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað er um réttindi og sjónarmið barna, mikilvægi leiks og starfsaðferðir með ungum börnum. Jafnframt er rannsóknum á samfellu í námi barna gerð skil. Sjónum er einnig beint að börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og mikilvægi fjölbreytilegra kennsluhátta fyrir öll börn. Þá er greint frá rannsóknum sem varpa ljósi á reynslu og sjónarmið foreldra ungra barna.

    Bókinni er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir íslenskt efni um menntun ungra barna handa kennurum, tómstundafræðingum, þroskaþjálfum og öðru fagfólki á sviði uppeldis- og menntavísinda. Þess er einnig vænst að bókin nýtist háskólanemum sem leggja stund á þessar fræðigreinar. Jafnframt á bókin erindi við þá sem móta stefnu í málefnum barna og aðra sem láta sig menntun yngstu borgaranna varða.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Heimsins hnoss

    Heimsins hnoss

    Í þessari sýnisbók birtast greinar eftir hóp fræðimanna sem varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á Íslandi á 18. og 19. öld. Til grundvallar liggja ólíkar gerðir munasafna, annars vegar gripir varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands og hins vegar skráningar á dánarbúum 30 þús. Íslendinga varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar

    Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar

    Jón Bergsted (1795-1863) var sjálfmenntaður læknir sem hélt dagbók yfir störf sín í Húnavatnssýslu á árunum 1828-1838. Í dagbókinni er að finn lýsingar á sjúkdómum sem hrjáðu yfir 400 nafngreinda sjúklinga í sýslunni og þeim úrræðum sem Jón beitti. Hér er lækningadagbók Jóns gefin út ásamt inngangi og skýringargreinum um það fólk sem kemur við sögu. Í viðhengi er að finna yfirgripsmikla skrá um lækningahandrit í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem Jón Ólafur Ísberg og Örn Hrafnkelsson tóku saman.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Ég er þinn elskari

    Ég er þinn elskari

    Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832

    Erla Hulda Halldórsdóttir bjó til prentunar og skrifaði inngang

    1.990 kr.
    Setja í körfu