• Bréf til Sólu

    Bréf til Sólu

    Bréf til Sólrúnar Jónsdóttur frá Þórbergi Þórðarsyni skrifuð 1922-1931

    Þessi bréf eru ástarbréf og eiga engan sinn líka í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í inngangi Indriða G. Þorsteinssonar fyrir bókinni.

    Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falleg og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heilabrotum.

    Sóla og Þórbergur unnust hugástum, það sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaðist þeim ekki að njótast? „Bagga mín. Þetta er svo löng saga,“ sagði Sóla við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er málið hulið þögn af hennar hálfu.

    Guðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þórbergs og hafa báðir foreldrar hennar skilið eftir yfirlýsingar því til staðfestingar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undarlegu mál skýrð hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og málsskjöl og dómsniðurstöður birtar í bókarlok.

    1.290 kr.
    Setja í körfu