• Blái pardusinn: Hljóðbók

    Blái pardusinn: Hljóðbók

    Blái pardusinn – hljóðbók er dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap.

    Streymisveita ein hefur gefið út hljóðbókina Bláa pardusinn, örlagasögu sem innblásin er af ævintýralegu ferðalagi íslenskrar konu um Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hér segir frá þremur hlustendum bókarinnar og baráttu þeirra við að halda þræði í æsispennandi atburðarásinni mitt í daglegu amstri en höfundurinn, sem enginn veit hver er, gerir þeim ekki auðvelt fyrir. Dæmalaus frásögnin fer um víðan völl og illmögulegt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki, líkt og kemur í ljós þegar leiðir hlustendanna þriggja liggja að lokum saman við óvenjulegar og þrúgandi aðstæður.

    Sigrún Pálsdóttir skrifar knappar, meitlaðar og innihaldsríkar sögur sem hafa vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis. Fyrri bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrir þær hefur hún hlotið verðlaun og tilnefningar.

    7.990 kr.
    Setja í körfu
  • Undrarútan

    Undrarútan

    Stór-stór-stór-kostleg bók eftir höfund Ótrúlegu sögunnar um risastóru peruna sem sló í gegn hjá íslenskum lesendum. Jakob Martin Strid var 15 ár að skrifa og teikna Undrarútuna, magnað bókmenntaverk sem er sannarlega fyrir börn á öllum aldri, óður til ímyndunaraflsins og vináttunnar.

    Sagan fjallar um Takú og vini hans sem smíða risavaxna rútu og ferðast með henni til hamingjulandsins Balanka til að bjarga lífi Tímós litla. Tíminn stendur í stað á þessari hættuför og ótal persónur koma við sögu, en áhrifamesta aðalsöguhetjan er Undrarútan sjálf, meistaralega teiknuð brunar hún, höktir, skröltir og glamrar á vegunum þar til hún tekst loks á loft.

    Undrarútan hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024.

    9.990 kr.
    Setja í körfu
  • Skólastjórinn

    Skólastjórinn

    Salvar, 12 ára gamall vandræðagemlingur, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. Alveg þangað til hann fékk stöðuna. Vopnaður endalausum hugmyndum (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Nemendur mega reka tvo kennara á ári! Grís í hvern bekk!) ræður Salvar skyndilega ríkjum í skólanum ásamt bestu vinkonu sinni, Guðrúnu.

    Skólastjórinn er sprenghlægileg og hjartnæm þroskasaga, ríkulega myndlýst af Elínu Elísabetu Einarsdóttur. Fullkomin fyrir alla sem hafa einhvern tímann verið í skóla.

    Ævar Þór Benediktsson er einn vinsælasti höfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Fyrir Skólastjórann hlaut hann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Sjá dagar koma

    Sjá dagar koma

    Salvar Bernódusson er föðurlaus niðursetningur á kotbýli í Dýrafirði, unglingur með stóra drauma, táp og þor. Deyfð og drungi sem hvílir yfir þjóðlífinu í kjölfar harðinda og vesturferða er eitur í hans beinum og hann dreymir um framfarir, stórhug og stolt.

    Úti við sjónarrönd sjá Vestfirðingar glæsileg amerísk seglskip á lúðuveiðum og óvænt kemst Salvar í pláss á slíku skipi. Þar með hefst hans bjarmalandsför yfir höf og lönd; slyppur og snauður heldur hann til Ameríku og snýr þaðan aftur vellauðugur, unir sér ekki heima en heldur til Englands og kemst þar í kynni við mann að sínu skapi; stórskáldið og athafnamanninn Einar Ben.

    Fjörug og bráðskemmtileg saga um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar, þróttmikinn ungmennafélagsanda og framfaraþrá. Einar Kárason kann að segja þannig frá að persónur og atburðir lifni við og sögusviðið opnist og hér fá lesendur ríkulega að njóta þeirrar gáfu sagnamannsins slynga.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Mín er hefndin

    Mín er hefndin

    Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.

    Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.

    Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Lokar augum blám

    Lokar augum blám

    Á miðju sumri hverfa tveir ungir kajakræðarar sporlaust vestur í Dýrafirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bergur er fluttur á Flateyri og tekur málið að sér, ásamt fyrrverandi samstarfskonu sinni, Rögnu, sem er kölluð vestur. Á sama tíma vinnur par að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri. Eftir ógæfusöm ár í höfuðborginni þrá þau kyrrlátt líf á fallegum stað en húsið reynist eiga sér nöturlega sögu.

    Lokar augum blám er þriðja bók Margrétar S. Höskuldsdóttur og önnur bókin sem fjallar um lögregluteymið Rögnu og Berg, en sú fyrri, Í djúpinu, kom út 2024. Þetta er Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Vetrargulrætur

    Vetrargulrætur

    Fimm knýjandi sögur sem fara með lesandann í tímaferðalag frá samtíma aftur á átjándu öld.

    Í úthverfi Reykjavíkur týnir kona barni og glímir við afleiðingar þess; ungur málari grípur til ör-þrifaráða þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi; myndlistarkona finnur sína leið þrátt fyrir þöggun; og flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunar-kraft sinn í nýju umhverfi. Í fimmtu og síðustu sögunni, um ungling sem á sér einn draum heit-astan, birtist kjarni sagnanna fimm: Þvert á tíma og rúm eiga persónurnar það sameiginlegt að rækta drauma sína og skapa eigið líf.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ástkær

    Ástkær

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Djöflarnir

    Djöflarnir

    Hvað ef maðurinn missir trúna, hafnar Guði og gefur sig djöflum á vald? Hópur róttæklinga setur allt á annan endann í rússneskum smábæ á ofanverðri 19. öld ‒ markmið þeirra er bylting og samsærið hverfist um hina myrku en segulmögnuðu aðalpersónu, Níkolaj Stavrogín, og hina slóttugu hjálparhönd hans, Pjotr Verkhovenskí.

    Skáldsaga Fjodors Dostojevskís kom út í tímariti á árabilinu 1871–1872 og er hans pólitískasta og umdeildasta verk. Kveikja þess var raunverulegur atburður, hrottalegt morð á ungum manni sem átti sér stað 1869 og tengdist hópi stjórnleysingja. Höfundur kafar ofan í sálardjúp sögupersóna sinna og hugmyndastrauma samtímans – stjórnleysi, tómhyggju og sósíalisma – en þrátt fyrir þessa djúpu undiröldu eru Djöflarnir ein fyndnasta bók Dostojevskís, full af fáránlegum uppákomum og spaugilegum karakterum.

    Djöflarnir eru spásögn um örlög Rússlands á 20. og 21. öld, kristalskúla sem sagði fyrir um rússnesku byltinguna og það verk Dostojevskís sem á einna brýnast erindi við okkur í dag.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Grasið syngur

    Grasið syngur

    Grasið syngur er saga Mary, hvítrar konu í Rhódesíu, sem kveður tilbreytingarlaust líf í borginni og hafnar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfullri hörku snýst hún gegn svörtum þjóni sínum sem hún bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar.

    Grasið syngur, fyrsta skáldsaga Doris Lessing, skapaði höfundi sínum skjóta frægð og hefur farið sigurför um allan heim. Grasið syngur vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita þessa mikla rithöfundar. Doris Lessing lýsir sambandi hvítra og svartra af hreinskilni og vægðarleysi en einstæðri réttlætiskennd.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Svanurinn

    Svanurinn

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Parísarhjól

    Parísarhjól

    990 kr.
    Setja í körfu
  • The Sagas and Shit

    The Sagas and Shit

    The sagas may seem old and boring af but the real talk is that they also have assloads of the same sex, violence, comedy, and timeless lessons that fill our brains and TV screens today.

    This book retells the most famous masterpieces of Icelandic literature alongside some of the weird¬est, most fucked-up sagas and skips straight to the good shit.

    Loaded with vulgarity, slang, and pop culture, this modern take on the sagas will either have you shaking with laughter or shaking your head in dis¬taste. Or both, whatever.

    Illustrated by Elín Elísabet Einarsdóttir.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • The Edda or Whatever

    The Edda or Whatever

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hefnd Diddu Morthens

    Hefnd Diddu Morthens

    „Stundum læt ég mér detta í hug að prófa eitthvað nýtt. Ég hef verið í bókaklúbbi, stundað Zumba, gengið á fjöll og farið í sjósund. Ekkert af þessu höfðar sérstaklega til mín en það hefur verið skárra að hafa eitthvað við að vera. Eitthvað til að dreifa huganum.“

    Starfsferill Diddu Morthens er að engu orðinn, börnin löngu farin að heiman og eiginmaðurinn er úrvinda öll kvöld. Hún hangir í tölvunni til að drepa tímann og dag einn býr hún til gervimenni á netinu til að hefna sín á gamalli bekkjarsystur. Atlagan heppnast svo vel að Didda ræðst í flóknari aðgerðir sem krefjast einbeitts brotavilja.

    Sprenghlægileg saga sem bar sigur úr býtum í Nýjum röddum, handritasamkeppni Forlagsins.

    Sigríður Pétursdóttir er kvikmyndafræðingur og vann lengst af hjá RÚV við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hefnd Diddu Morthens er fyrsta skáldsaga hennar.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Ævinlega

    Ævinlega

    Vífill gullsmiður er ókvæntur maður á miðjum aldri sem hefur ekki gengið í hjónaband af því hann þráir að elska manneskju aðeins einu sinni, ævilangt á meðan lífið endist, en ekki fundið hana, eins og segir í sögunni. Dag einn þegar Vífill er á gangi á Laugaveginum, birtist ljóslifandi konan sem hann hafði geymt í hjarta sínu í fjörutíu ár. Það virðist deginum ljósara að fundur þeirra tveggja er upphafið að hamingjuríkri sambúð og ævilöngu hjónabandi – og hefst þar með kostuleg frásögn af kynnum hjónaleysanna, ferð þeirra í Bláa lónið og til Grindavíkur í heimsókn til frænku.

    Guðbergur Bergsson fer á kostum í lýsingu sinni á samskiptum og sambúð kynjanna. En ekki er allt sem sýnist og bak við grínið og háðið leynist saga af leit manneskjunnar að ást og hamingju.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Af jarðarför landsmóðurinnar gömlu
  • Íslenskir elskhugar

    Íslenskir elskhugar

    Íslenskir elskhugar – átján karlmenn ræða um ástina, kynlífið, konuna og karlmennskuna

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ansjósur

    Ansjósur

    9.990 kr.
    Setja í körfu
  • Íslensk listasaga I-V

    Íslensk listasaga I-V

    Íslensk listasaga er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Bindin eru gefin út samtímis í vandaðri öskju og er verkið allt um 1400 blaðsíður. Ritstjóri verksins er Ólafur Kvaran en fjöldi höfunda kemur að verkinu.

    Í Íslenskri listasögu er lögð sérstök áhersla á einkenni íslenskrar myndlistar á hverju tímaskeiði, sögulegt samhengi hennar og samband við alþjóðlega listasögu. Í umfjöllun og túlkun höfundanna er þannig leitað svara við ýmsum sameiginlegum spurningum en jafnframt eru áherslur þeirrar ólíkar því viðfangsefnin eru um margt ólík.

    Í verkinu eru litljósmyndir af á annað þúsund listaverkum, sem varðveitt eru á söfnum hérlendis sem erlendis eða eru í einkaeigu, og yfirgripsmikill fróðleikur um listasögu Íslendinga á einum stað. Útgáfa Íslenskrar listasögu er því mikið menningarlegt framlag enda er markmiðið með útgáfunni ekki aðeins að gera grein fyrir sögu íslenskrar myndlistar heldur einnig að styrkja og móta hugmyndir okkar um myndlist þjóðarinnar, sameiginlega arfleifð hennar og sjálfsmynd.

    14.990 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Fljótið sofandi konur

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Dís
  • Maðurinn er myndavél
  • Klukkan í turninum