
Hyldýpi
4.890 kr.Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu.
Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Dögg og Sarah, sem er ungur og frakkur læknir frá Brooklyn í New York, starfa báðar fyrir Lækna án landamæra og verða nánar vinkonur meðan þær takast á við hörmungarnar í flóttamannabúðunum þar sem þær starfa. Dögg fellir hug til yfirlæknis á svæðinu sem heitir Omar Mohammed. Dag einn fara Omar, Sarah og Dögg í sendiför til borgarinnar Nyala en sú för hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Mitt í hringiðu afkomuótta Kristjáns og kvíðakasta fær hann í hendurnar tvö athyglisverð mál. Annars vegar mál fylgdarlauss barns frá Súdan og hins vegar líkamsárásarmál ungs Pólverja sem heitir Pawel Nowak en sá á vægast sagt vafasama fortíð.
Eitt örlagaríkt kvöld eltir fortíð Pawels hann uppi og áður en hann veit af hafa meðlimir harðsvíraðra glæpasamtaka hann undir smásjánni. Uppgjör við fortíðina dregur dilk á eftir sér og Pawel dregst inn í atburðarás sem hann ræður engan veginn við.
Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Með afdrifaríkum hætti.

Moldin heit (notuð)
2.990 kr.Ástin í lífi Karenar deyr. Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er. En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum. Hún sér Ými, kollega sinn, út um gluggann í erfidrykkjunni þar sem hann virðist ætla að fara sér að voða.
Í kjölfarið er þeim hrundið af stað í ferð þar sem þau þurfa að horfast í augu við hvaða hlutverk þau leiki hvort í annars lífi og í flóknu dansverki, og hvaða nýju hlutverk standa þeim til boða. Moldin heit allar um ástina, listina, sorg og missi. Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi.

Við tölum ekki um þetta
4.390 kr.Gríðarlega áhrifarík, hugrökk, erfið og átakanleg saga andspænis hinu versta sem getur gerst.
Hér vefur Alejandro Palomas kyrrlátan og rafmagnaðan þráð svo úr verður saga sem rekur erfiðar bernskuminningar, einstakt samband hans við móður sína, skugga ósýnilegs föður og óheft ímyndunaraflið. Þetta er einlægur vitnisburður manns sem valdi að lifa – þökk sé ástríðu hans fyrir að skrifa sögur. Af blaðsíðunum stafar blíðu og kímni, trega og ást.
Skáldskapurinn gerði honum kleift að skapa ímyndaða veröld sem var betri en myrkrið sem umlukti hann og í gegnum árin hefur þessi skáldskapur hjálpað honum að finna orðin til að segja frá sannleikanum – öllum sannleikanum.
„Og sannleikurinn er sá að án allra þessara kvenna í lífi mínu hefði ég líklega ekki faðmað aftur.“
Algerlega mögnuð bók

Rauði krossinn á Íslandi: 100 ára saga
3.990 kr.Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður árið 1924. Hugsun stofnendanna var að bæta úr brýnni þörf í íslensku samfélagi fyrir betri og faglegri heilbrigðisþjónustu. Á þeirri öld sem Rauði krossinn hefur starfað á Íslandi hefur hann haft grundvallaráhrif á þróun samfélagsins og viðhorf almennings til aðstoðar við þá sem eru í neyð og vanda, hvar á jörðinni sem þeir búa.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur í þessari veglegu og ríkulega myndskreyttu bók sögu Rauða krossins í heila öld og bregður upp margrbrotinni mynd af fjöldahreyfingu sem lætur sér fátt óviðkomandi. Bókin er um leið virðingarvottur við þær þúsundir sem í áranna rás hafa ljáð félaginu krafta sína með óeigingjörnu sjálfboðastarfi og þannig stuðlað að bættu samfélagi.


Moldin heit
4.890 kr.Ástin í lífi Karenar deyr. Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er. En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum. Hún sér Ými, kollega sinn, út um gluggann í erfidrykkjunni þar sem hann virðist ætla að fara sér að voða.
Í kjölfarið er þeim hrundið af stað í ferð þar sem þau þurfa að horfast í augu við hvaða hlutverk þau leiki hvort í annars lífi og í flóknu dansverki, og hvaða nýju hlutverk standa þeim til boða. Moldin heit allar um ástina, listina, sorg og missi. Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi.


Bréfið
990 kr.Tina Craig þráir að losna frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Hún vinnur myrkranna á milli til að safna fé svo að hún geti farið frá honum og er auk þess í sjálfboðavinnu í nytjaverslun til að losna að heiman. Hún finnur gamalt bréf í vasanum á notuðum jakkafötum í búðinni, umslagið er enn óopnað. Tina opnar bréfið og les það – sú ákvörðun á eftir að breyta lífi hennar …
Billy Stirling veit að hann hagaði sér eins og bjáni en vonast til að geta bætt fyrir það. Þann 4. september 1939 skrifar hann bréfið sem hann vonar að muni breyta framtíð hans. Það rætist – á fleiri vegu en hann hefði getað ímyndað sér …
Bréfið segir sögu tveggja kvenna sem fæðast með nokkurra áratuga millibili en engu að síður liggja leiðir þeirra saman og kvalræði annarrar þeirra verður hinni til bjargar …
Kathryn fékk Prima Magazine verðlaunin fyrir bestu bók ársins 2019.











