
Tvöfalt gler
990 kr.Í þessari nóvellu er skrifað um gamalt fólk sem sjaldan er ljáð rödd í íslenskum skáldskap. Þetta er stór saga þótt stutt sé og tekst höfundi sérlega vel að lýsa miklum tilfinningum í fáum en dýrmætum orðum.
Tvöfalt gler er bæði gegnsætt og einangrandi. Á bak við það leynist líf sem lifað er af ítrustu kröftum, líf sem hamast á glerinu eins og fluga að hausti sem enn er sólgin í birtuna.

Dóttir drápunnar: ljóð úr djúpinu
3.590 kr.Dóttir drápunnar er sjötta ljóðabók höfundar. Ljóðin eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúruna. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum en einnig kemur við sögu feminsmi, loftslagsumræða og jafnrétti.

Vetrarmyrkur: dimmuljóðin
4.590 kr.Hér er ort um æskuna, sárin, móðurhlutverkið, minnisverðar persónur og náttúruna. Sum ljóðin eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum, en einnig koma við sögu málefni sem brenna á öllum: jafnrétti, hnattræn hlýnun og femínismi.

Horfumst í augu
4.390 kr.Ljóðin í þessari sterku og áhrifamiklu bók orti höfundur í minningu eiginmanns síns, Einars Eyjólfssonar (19562015). Ljóðin eru hjálpartæki höfundar til að syrgja og leið til að skilja söguna og bæta lífið. Skynjun og tilfinningar eru hornsteinar daglegs lífs og kærleikurinn vísar alltaf veginn.
Horfumst í augu er önnur ljóðabók Sigrúnar Ásu Sigmarsdóttur (f.1957) sem sendi frá sér bókina Siffon og damask 2018.

Hóras prins af Hákoti
4.390 kr.Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu og er um tíma formaður 17. nefndar Reykjavíkurborgar og síðar forsætisráðherra en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Hóras prins af Hákoti er drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.


Brimurð
4.390 kr.Brimurð er áttunda bók höfundar. Ástvinamissir er ávallt sár, hvort heldur sá sem hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa.
Brimurð er tileinkuð öllum dýravinum og eigendum þeirra, dýrunum, sem auðga lífið jafnt að fegurð, dýpt og gleði.
„Með síðustu tveimur ljóðabókum sínum, Varurð og Einurð, hefur Draumey Aradóttir markað sér bás meðal áhugaverðustu ljóðskálda á Íslandi.“
Soffía Auður Birgisdóttir
Varurð
3.790 kr.Varurð er sjötta bók höfundar. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst lesendum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans; allt frá upptökum hans að óumflýjanlegum átökunum við hann. Nestuð áræði, einlægni og varurð er áfangastaðurinn langþráð frelsið, friðurinn og fögnuðurinn sem bíður þeirra sem fletta af sér öllu því sem þeir töldu sig vera og kasta sér kviknaktir út í ógnvekjandi eldskírnina.

Einurð
3.790 kr.Einurð er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á viðkvæmasta skeiði hans – í móðurlífinu. Lokaljóð bókarinnar, sem er í senn meginstef og niðurstaða verksins, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka 2023.



