• Stuldur

    Stuldur

    Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur nágranni drepur hreindýrskálfinn hennar, Nástegallu. Maðurinn ógnar henni og hún þorir aldrei að segja frá; veit líka að það er tilgangslaust, lögreglan skiptir sér ekki af því þótt ofbeldismenn misþyrmi og ræni hreindýrum Samanna og grannar þeirra hæðast að þeim og menningu þeirra og leggja þá í einelti. Hún þekkir það úr skólanum og samfélaginu. Áratug síðar er Elsa fullorðin og farin að berjast gegn sívaxandi misrétti og lítilsvirðingu sem Samar verða fyrir en ekki síður fyrir eigin réttindum í feðraveldissamfélagi þar sem ungar konur eiga ekki sömu möguleika og bræður þeirra. Svo ákveður maðurinn sem drap Nástegallu að kenna Elsu lexíu og þá skellur fortíðin á henni eins og snjóflóð og hún tekur til sinna ráða.

    Stuldur var valin bók ársins í Svíþjóð 2021, hlaut mikið lof og hefur verið seld til nítján landa. Höfundurinn, Ann-Helén Laestadius, er sjálf Sami og byggir söguna á raunverulegum atvikum. Hún hefur skrifað fjölda barna- og unglingabóka og hlotið verðlaun fyrir þær en Stuldur er fyrsta skáldsaga hennar fyrir fullorðna.

    Ísak Harðarson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Arfur og umhverfi

    Arfur og umhverfi

    Það er Bergljót, elsta dóttirin í fjölskyldunni, sem tjáir sig í bréfi til systra sinna. Aldraðir foreldrar þeirra hafa ákveðið að yngri systurnar fái báða sumarbústaði fjölskyldunnar í fyrirframgreiddan arf en Bergljót og bróðir hennar fái peninga í staðinn, miklu lægri upphæð en nemur verðgildi bústaðanna. Erfðadeilurnar ýfa upp gömul sár og hrinda af stað átakamiklu fjölskylduuppgjöri. Það er ekki að ástæðulausu sem Bergljót hefur ekki haft samband við foreldra sína og systkini í 23 ár.

    Vigdis Hjorth er einn fremsti samtímahöfundur Noregs og Arfur og umhverfi, sem kom út árið 2016, er hennar þekktasta verk. Bókin hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, var meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bandarísku National Book Award-verðlaunanna.

    Ísak Harðarson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Í landi karlmanna

    Í landi karlmanna

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Taumhald á skepnum

    Taumhald á skepnum

    1.290 kr.
    Setja í körfu