
Malarhjarta
4.190 kr.Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.
Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.

Seint og um síðir
4.590 kr.Þessi bók geymir þrjár firnasterkar sögur sem eiga sameiginlegt að fjalla um samskipti kynjanna.
Í titilsögunni Seint og um síðir fylgjum við Cathal fara inn í helgina á meðan hann rifjar upp samskipti sín við unnustuna sem rann honum úr greipum. Í Langur og kvalafullur dauðdagi kemur rithöfundur í sumarhús Heinrichs Böll til að dvelja við skriftir, en ágengur aðkomumaður raskar ró hennar, og í sögunni Suðurskautið ákveður gift kona í helgarferð að sleppa fram af sér beislinu og upplifa hvernig það sé að sofa hjá öðrum manni.
Allar sögurnar skoða hvernig væntingar, tilætlunarsemi og undirliggjandi hætta á ofbeldi lita samskipti fólks.


Glæpur við fæðingu
3.590 kr.Stórmerkileg saga uppistandarans og stjórnmálaskýrandans Trevor Noah sem ólst upp í skugga aðskilnaðarstefunnar í Suður-Afríku: Sjálf tilvist hans var glæpur, því samband móður hans og föður af ólíkum hörundslit var refsivert á þeim tíma. Trevor segir á heillandi hátt frá æsku sinni og unglingsárum í samfélagi sem enn er í sárum, fyrstu skrefunum í skemmtanabransanum og trúrækinni móður sem opnaði fyrir honum heiminn.
Trevor Noah (f. 1984) hefur vakið mikla athygli fyrir hárbeitta þjóðfélagsrýni í þættinum The Daily Show í Bandaríkjunum sem hann hefur stýrt frá árinu 2015. Hann er vinsæll uppistandari og má nálgast heimildarmyndir um hann á Netflix. Glæpur við fæðingu var valin ein besta bók ársins af helstu fréttamiðlum Bandaríkjanna þegar hún kom út. Kvikmynd er í bígerð.
