• Gleði skipbrotanna

    Gleði skipbrotanna

    Giuseppe Ungaretti (1888-1970) var eitt kunnasta ljóðskáld Ítala á liðinni öld. Með nýju og byltingarkenndu ljóðmáli tókst honum að tjá með einstökum hætti lífsreynslu fólks á umbrotatímum í Evrópu. Stíll hans er einfaldur, laus við mælskubrögð og ljóðin oftar en ekki stutt og hnitmiðuð, hlaðin merkingu með vísunum í ýmsar áttir.

    Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku úrval ljóða úr þekktasta verki hans Lallegria nær 100 árum eftir birtingu þess á frummálinu.

    4.790 kr.
    Setja í körfu
  • Undir eplatrénu

    Undir eplatrénu

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Birtan yfir ánni - ljóðaþýðingar

    Birtan yfir ánni – ljóðaþýðingar

    Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðinstin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

    Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei ratað hingað til lands. Greinagott höfundatal fylgir í bókarlok.

    Skáldin sem eiga þýðingar í þessu safni eru: Tsia Tao, Su Tung Po, Tao Yuan Ming, Hsi Muren, Shika Sagawa, Kazuko Shiraishi, Tadeusz Rózewicz, Czeslaw Milosz, Wislawa Szymborska, Miroslav Holub, Vladimir Holan, Leonidas, Kiki Dimoula, Patrizia Cavalli, Maurice Gilliams, Miriam van Hee, Hagar Peeters, Frank Koenegracht, Esther Jansma, Valzhyna Mort, Vincente Huidobro, Nicanor Parra, Roberto Juarroz, Jules Supervielle, Miguel Torga, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Tóroddur Poulsen, Georg Trakl, Robert Walsher, Oktay Rifat, Mahmoud Darwish, Taha Muhammad Ali, Yehuda Amichai, Dan Pagis, Abdellatif Laabi, Muriel Spark, Lorine Niedecker, Sam Hamill, Jim Heynen, Robinson Jeffers, Grace Paley, Don Marquis, Diane Lockward, Jane Kenyon, Alberg Huffstickler, Denise Levertov, Frank Stanford, Gregory Orr, Lawrence Raab, Jo McDougall og James Schuyler.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Grafreiturinn í Barnes

    Grafreiturinn í Barnes

    Þessi stutta en seiðmagnaða skáldsaga gerist á þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu. Atburðir, tími og sjónarhorn fléttast listilega saman, rétt einsog í óperu eftir Monteverdi, og skapa einstæða tilfinningu fyrir sögupersónum og sambandinu þeirra á milli. Gyrðir Elíasson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Í landi sársaukans

    Í landi sársaukans

    Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók, Í landi sársaukans, sem birtist fyrst mörgum áratugum eftir lát höfundarins. Um er að ræða einskonar dagbókarskrif þar sem hann lýsir líðan sinni og í raun áralangri baráttu við banvænan sjúkdóm.

    Þýðing og inngangur eftir Gyrði Elíasson.

    3.790 kr.
    Setja í körfu