• Við höfum alltaf átt heima í kastalanum

    Við höfum alltaf átt heima í kastalanum

    Í þessari mögnuðu skáldsögu kynnumst við systrunum Merricat og Constance sem hefur verið útskúfað úr samfélagi þorpsbúa vegna skelfilegra atburða í fortíð þeirra. Þær lifa fábrotnu en hamingjuríku lífi á ættaróðali sínu í útjaðri þorpsins þar til tilveru þeira er ógnað af utanaðkomandi öflum.

    Hrollvekjandi saga um múgæsingu, einangrun, ást og mannfyrirlitningu.

    „Dulúðarfull og afar vel gerð saga.“ – The New York Times Book Review

    Gunnhildur Jónatansdóttir íslenskaði.

    Shirley Jackson (1916–1965) hefur stundum verið kölluð fánaberi gotneskra bókmennta. Áhrifa hennar gætir víða í verkum þekktra höfunda, svo sem Stephens King og Neils Gaiman. Ein bók hefur komið út eftir hana á íslensku, Líf á meðal villimanna í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum er af mörgum talin hennar besta bók.

    4.390 kr.
    Setja í körfu