
Heima
4.590 kr.Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður.
Gömul veröld glatast og ný verður til.


Mannsævi
990 kr.Andreas Egger er fluttur kornabarn í lítið fjallaþorp í Ölpunum rétt eftir aldamótin 1900. Þar á hann illa vist en persónueinkenni þróast með honum; seigla, líkamlegur styrkur, hneigð til einveru. Egger verður maður verka fremur en orða. Ungur maður ræður hann sig í vinnu hjá verktökum sem hyggjast reisa kláf upp á fjallstind, nútíminn heldur innreið sína í þorpið og við það breytist öll tilvera íbúanna.
Mannsævi eftir Robert Seethaler er afar áhrifamikil bók um mannlega reisn og hæfni til að sigrast á erfiðum aðstæðum. Um leið og saga Eggers er sögð í meitluðum og áreynslulausum stíl, endurspeglar hún á margvíslegan hátt sögu tuttugustu aldarinnar – sögu einnar mannsævi.
Mannsævi var tilnefnd til Booker-verðlaunanna árið 2016.
Mannsævi er fimmta bók Roberts Seethaler, sem auk þess að vera rithöfundur starfar sem leikari og býr í Berlín.


Saga af svartri geit
3.990 kr.Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg. Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra. Heillandi saga lítillar geitar.
Saga af geit og samfélagi, stétt og kærleika. Einnig saga af því hvernig lítið kraftaverk getur steypt venjulegum manneskjum í glötun. Perumal Murugan (f. 1966) er fyrsti tamílski rithöfundurinn sem gefinn er út á íslensku. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Kona í hvarfpunkti
3.590 kr.Firdaus hefur verið dæmd til dauða fyrir morð. Hún segir sögu sína nóttina fyrir aftökuna.
Egypsk, femínísk klassík sem afhjúpar undirokun kvenna í samfélögum Austurlanda nær eftir höfund sem hefur verið á dauðalistum íslamskra öfgahópa. Mergjuð skáldsaga.
Með eftirmála eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.
Nawal El Saadawi (f. 1931) er egypskur rithöfundur, læknir og baráttukona fyrir mannréttindum. Hún er einn áhrifamesti feminíski hugsuður arabaheimsins, hefur skrifað um stöðu kvenna í íslömskum samfélögum og gagnrýnt feðraveldið, trúarbrögð og kapítalisma fyrir kerfisbundna kúgunkvenna um allan heim. Kona í hvarfpunkti, sem byggð er á sannri sögu, fékkst upphaflega ekki útgefin í heimalandi höfundar og kom fyrst út í Líbanon árið 1975. Bókin hefur komið út á 22 tungumálum.

Sendiboðinn
3.590 kr.Japan hefur um langa hríð verið lokað vegna ónefndra náttúruhamfara af mannavöldum. Eldra fólkið lifir lengi við hestaheilsu og annast um börnin sem eru viðkvæm og gömul fyrir aldur fram. Mumei býr með Yoshiro, fjörgömlum langafa sínum. Drengurinn er veikburða og með hitasótt en hann er klókur og alveg laus við sjálfsvorkunn og bölsýni. Yoshiro einbeitir sér að því að fæða og klæða Mumei, útvalinn sendiboða, þjakaður af samviskubiti vegna gjörða sinnar kynslóðar og afleiðinga þeirra.
Margverðlaunuð skáldsaga eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada, en áður hefur komið út á íslensku bókin Etýður í snjó eftir sama höfund. Þrátt fyrir að Sendiboðinn sé eins konar dómsdagsspá, þá er hér um að ræða hrífandi og gáskafulla skáldsögu.

Etýður í snjó
3.590 kr.Heillandi saga um samband manna og dýra, um útlegð, fjölskyldur, aðskilnað og það að vera öðruvísi eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada sem er búsett í Þýskalandi.
Yoko Tawada hlaut National Book Award (Bandarísku bókmenntaverðlaunin) í flokki þýðinga, fyrir skáldsögu sína The Emissary / Sendiboðinn.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

Dauðinn er barningur
3.590 kr.Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.
Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna.
Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir.






Dauðinn er barningur
1.290 kr.Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.
Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna, meðal annars Booker International verðlaunanna.

Uppljómun í eðalplómutrénu
1.290 kr.Fjölskylda Bahar flýr Teheran í kjölfar ofsókna í byltingunni árið 1979 og sest að fyrir utan afskekkt þorp í von um að geta lifað í friði. Enginn fær þó komist undan brjálæðinu sem ríður yfir landið og snertir bæði lifandi og látna, aldna og unga. Mögnuð írönsk saga um mátt ímyndunarafsins gagnvart grimmd og miskunnarleysi. Persneskt töfraraunsæi. Fjórtánda bókin í áskriftarröð Angústúru.
Íranski rithöfundurinn Shokoofeh Azar (f. 1972) starfaði sem blaðamaður í heimalandinu en eftir ítrekaðar fangelsanir sá hún sig tilneydda til að flýja land og fékk pólitískt hæli í Ástralíu árið 2011. Uppljómun í eðalplómutrénu er fyrsta skáldsaga höfundar og hlaut Azar fyrir hana tilnefningu til alþjóðlegu Booker-verðlaunanna 2020.
