• Meistari Jim

    Meistari Jim

    Hann var kallaður Tuan Jim, Meistari Jim, en þá nafnbót fékk hann ekki fyrr en hann var sestur að á afskekktri eyju í Austur-Indíum. Þar var hann dáður sem friðflytjandi og réttlátur stjórnandi hinna innfæddu, en saga hans fólst ekki í þessum afrekum: hún bjó í mistökum hans, í því að hafa brugðist á hættustund. Eins og þúsundir annarra ungra manna í Evrópu hafði Jim orðið sjómaður í kaupskipaflota nýlenduveldanna, knúinn áfram af hugsýn um mikil ævintýri og stórkostlegar hetjudáðir, en þegar á hólminn kom brást hann og upp frá því var ævi hans einn samfelldur flótti undan lydduorðinu sem af honum fór.

    Joseph Conrad (1857-1924) hét upphaflega Jozef Teodor Konrad Korzeniowski, sonur pólskra landeigenda sem rússnesk yfirvöld sendu í útlegð til afskekkts bæjar þar sem foreldrar hans létust meðan hann var barn að aldri. Sautján ára fór hann á sjóinn og í nærri tvo áratugi sigldi hann um öll heimsins höf. Hann varð breskur ríkisborgari og hóf að skrifa sögur á ensku sem flestar byggjast á reynslu hans af sjómennsku og nýlenduásælni Evrópumanna, sögur sem einkennast af orðkynngi og frumlegri sögutækni.

    Atli Magnússon þýddi.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Silas Marner

    Silas Marner

    George Eliot er einn helsti skáldsagnahöfundur Englendinga á 19. öld. Skáldverk hennar spanna vítt svið þjóðfélagsins. Lýsingar hennar á ensku sveitalífi eru í senn raunsæjar og spegla umbrot á sviði trúmála, stjórnmála og tilfinningalífs.

    Innsýn hennar í mannlegt eðli og lýsingar á innri átökum sögupersóna sinna og flóknum og stundum þversagnakenndum viðbrögðum þeirra við vandamálum þeim sem þær standa frammi fyrir voru nýmæli í skáldsagnaritun og vísuðu fram til skáldsagnagerðar nútímans.

    Silas Marner ber þessi einkenni í ríkum mæli. Sagan er fyrir löngu talin sígilt verk og í fremstu röð skáldverka síns tíma. Í Silas Marner speglast sammannleg umbrot og átök í lífi einstaklinga jafnt sem samfélagsins sjálfs en jafnframt einkennist sagan af sérstökum þokka og hlýju sem bregður notalegum blæ yfir fólk og sögusvið. Sagt hefur verið að í sögu þessari megi kenna ýmsa þætti í lífi skáldkonunnar sjálfrar.

    Á tímum Napóleonsstríðanna birtist vefarinn Silas Marner í þorpinu Raveloe, fulltrúi fornra og undarlegra hátta. Honum er tekið með tortryggni af lítt veraldarvönum íbúum staðarins. Silas heldur sig til hliðar við samfélagið enda hefur hann orðið fyrir þungum raunum og miklu ranglæti þar sem hann áður bjó. Hann bindur engin tengsl við nágranna sína en gætir einskis annars en vinnu sinnar og að draga saman fé. Dag einn er öllum fjársjóði hans stolið. Þótt ógæfan virðist mikil í fyrstu verður þessi atburður honum til láns þegar frá líður. Síðan ber gæfan á dyr í gervi lítillar stúlku sem hann gengur í foreldra stað. Þá kemur í ljós að örlög ýmissa, sem meira mega sín í samfélaginu, eru órjúfanlega bundin þessum hlédræga, fáskiptna manni.

    Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna í vandaðri þýðingu Atla Magnússonar.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Morgunverður á Tiffany's

    Morgunverður á Tiffany’s

    „Truman Capote er fullkomnasti rithöfundur minnar kynslóðar. Hann skrifar bestu setningarnar orð fyrir orð, hljómfall eftir hljómfall.“ – Norman Mailer

    „Töfrarnir við stílsnilld Trumans Capote eru sérstæð samþætting fjaðurmagnaðs léttleika og þunga. Við fylgjumst með honum eins og með flótta íkorna uppi í tré, þar sem hver hreyfing er í senn öldungis makalaus og fullkomlega rökræn þessi fljúgandi vera má kallast bæði léttstíg og rammaukin.“ – Karen Blixen

    Í þessu munúðarfulla og tregablandna snilldarverki leiddi Truman Capote ungfrú Holly Golightly fram á sjónarsviðið, en nafn hennar er löngu orðið að hugtaki í bandarísku þjóðlífi og hluti af hinu bókmenntalega landslagi. Holly er viss um að innan um demantana og krókódílaskinnið í verslunum Tiffany’s sé óhugsandi að nokkuð slæmt geti komið fyrir! Lífskvöl hennar, orðheppni og barnslegt sakleysi heillar sérhvern lesanda, eins og verið hefur frá er því sagan kom fyrst út árið 1958. – Hér er ennfremur að finna þrjár af þekktustu smásögum Trumans Capote, en þær eru „Hús blómanna“, „Demantsgítar“ og „Jólaminning“.

    Þýðandi er Atli Magnússon

    1.290 kr.
    Setja í körfu