

Leit mín að framlífi
2.990 kr.Elínborg Lárusdóttir hefur um áratuga skeið verið einn helzti merkisberi spiritismans á Íslandi og þeim tíma haft náið samstarf við marga forystumenn sálarrannsóknarmanna. Hún hefur skrifað bækur um miðlana Hafstein Björnsson, Andrés Böðvarsson og Kristínu Kristjánsson, auk annarra bóka um dulræn efni. Þessi bók hennar, um eigin reynslu á langri ævi, er e.t.v. persónulegust allra skrifa hennar um þetta „mikilvægasta mál í heimi“. Oft hefur það borið við, að hinir látnu vitja hennar og biðja hana fyrir skilaboð til ástvina sinna. „Hinir látnu koma og tala við mig, eins og maður talar við mann. Þetta er ótrúlegt og furðar mig ekki þótt einhver, sem einhverntíma les þetta, rengi það . . . . finnst mér skylda mín að segja allan sannleikann í þessu efni, eins og ég skynja hina dularfullu atburði, sem ég nú orðið hef sjálf mikla og margs konar reynslu af“, segir á einum stað í bókinni. – Trúarvissa og staðföst sannfæring Elínborgar Lárusdóttur um framlíf að jarðvist lokinni, mun óefað veita mörgum huggun og styrk er efinn gerist áleitinn.














Konurnar á Eyrarbakka
7.990 kr.Konurnar á Eyrarbakka fjallar um líf og störf kvenna í sjávarþorpi sem eitt sinn var aðalverslunarstaður Suðurlands. Eyrarbakki er ríkur af sögu kvenna, sögu um lífið innan og utan heimila og milli húsa sem einhvern veginn var meira samtvinnað en það er í dag. Hjálpsemi, nýtni og þrautseigja einkenndi tilveruna þar sem konur höfðu stóru hlutverki að gegna í ósýnilegu hagkerfi en voru aldeilis ekki ósýnilegar þá frekar en nú þó ekki hafi farið miklar sögur af þeim.
Í bókinni eru viðtöl við konur og viðtöl við ættingja, konur og karla, um konur sem eru fæddar á tæplega hundrað ára tímabili, ýmist innfæddar, aðfluttar eða brottfluttar. Ekki eru sagðar sérstakar frægðarsögur heldur sögur af hversdagslífi og störfum kvenna sem hafa breyst í áranna rás.


101 dagur í Bagdag
990 kr.Åsne var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Í bókinni lýsir hún því sem á daga hennar dreif, en á tíu ára ferli sínum sem stríðsfréttamaður segist Åsne aldrei hafa unnið við erfiðari aðstæður en í Írak. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður.
„Þetta er bók um ferð blaðamanns, stríð og fólk í stríði. Í hundrað og einn dag, frá því í janúar og fram í apríl 2003, reyndi ég að miðla því sem ég upplifði í Bagdad … Áður en stríðið braust út þurfti að kljást við grundvallarvanda: Enginn sagði orð. Írakarnir töluðu undir rós og af miklum barnaskap – af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust eða láta uppi hvað þeir voru að hugsa.“
Åsne Seierstad er heimsþekktur stríðsfréttaritari. Sérstaklega hefur raunsæ umfjöllun hennar um ástandið í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 vakið mikla athygli. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og öðlaðist heimsfrægð fyrir metsölubókina, Bóksalann í Kabúl. Bók hennar, 101 dagur í Bagdad, hefur hlotið frábærar viðtökur og er af mörgum talin áhrifamesta lýsing á Íraksstríðinu sem völ er á.






