• Gratíana

    Gratíana

    Langþráð framhald Hansdætra. Leiftrandi örlaga- og þroskasaga ungrar konu sem tekst á við sjálfa sig og viðteknar venjur í byrjun tuttugustu aldar.

    Þær framtíðarvonir sem Gratíana bar í brjósti sér eru að engu orðnar eftir þrjú ár í Bótarbugt en Evlalía móðir hennar er óbuguð enn. Með kænsku hreyfir hún við lífshjólinu og markar nýja stefnu, ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur ekki síst Gratíönu og Ásdísi. Glóð kvenréttinda lifir í hjarta Gratíönu en samhliða kvikna aðrir logar sem hún brennir sig á, skilur ekki til fulls og veit ekki hvort hún vill glæða eða slökkva.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Speglahúsið

    Speglahúsið

    Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið.

    Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Skálds saga

    Skálds saga

    Hvernig er að vera rithöfundur? Hvaðan kemur innblásturinn og þörfin til að skrifa? Hvernig komast hugmyndirnar síðan á blað – og bók?

    Verðlaunahöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir hefur á löngum ferli samið fjölda skáldsagna, ort ófá ljóð og skrifað vinsælar sannsögur, en hér er hún á nýjum slóðum og segir frá sjálfri sér, viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir.

    Hún sýnir inn í vinnuherbergin og hugarfylgsnin, flakkar um landið og heiminn og dregur upp myndir af harðri glímu sinni við form og stíl, persónur og sögusvið, ytri aðstæður og innri hindranir. Um leið lýsir hún umhverfi, lífsreynslu og atvikum sem hafa orðið henni kveikjur að skáldskap og hvatning til að halda út dagana og árin sem það tekur að komast á leiðarenda, ljúka verki – sem ekki er alltaf sjálfgefið að takist.

    Allt þetta kryddar Steinunn með sínum einstaka húmor, þekkingu og ærslafullum stíl sem enginn leikur eftir, og býður lesendum til ógleymanlegrar veislu. Fyrir seinustu skáldsögu sína, Ból, fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • The Tower

    The Tower

    Once upon a time, there was a tower on a hill, beyond the dark trees, somewhere north. An octagonal tower on two levels: glass upstairs and stone below, beneath a steep slate roof – a folly, it was said. According to locals, a young woman named Annie who fell ill was confined to the tower by her father for three years and died there, alone.

    Fascinated by Annie’s story, Thea Lenarduzzi attempts to piece the past together in a formidable act of imagination, which, tugging at the strings of the how, why and who of stories, begins to unravel the very idea of storytelling itself. Veering between fiction, memoir, fairy tale and folklore, The Tower is an extraordinary book about power, abuse and why we don’t always tell the story we set out to tell.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (árituð)
  • Hvert orð er atvik

    Hvert orð er atvik

    Hvert orð er atvik eftir þjóðskáldið Þorstein frá Hamri er átjánda ljóðabók hans með frumbirtum ljóðum. Þorsteinn yrkir ljóð sem hitta fólk í hjartastað, stundum grimm og áreitin, í annan tíma ljúfsár og blíð. Hvert orð er atvik er bók sem vísar í senn til sögu og fortíðar og inn í samtíðina þar sem þessi heiti, hreini skáldskapur á brýnt erindi og krefst íhugunar og afstöðu.

    Þorsteinn frá Hamri hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslenska tungu. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli (1958), aðeins tvítugur að aldri, hefur hann mótað og fágað ljóðstíl sinn, og oft er talið að honum hafi tekist sérlega vel að bræða saman hina gömlu ljóðahefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóðmál módernismans.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Undir Hraundranga: Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson

    Undir Hraundranga: Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson

    Undir Hraundranga er úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson frá 19. öld til nútímans. Hér er að finna fjölbreytt skrif um ævi og örlög Jónasar, um vísindastörf hans og hugmyndaheim, um áhrifavalda og umhverfi hans. Fjallað er um mörg áhugaverðustu verk skáldsins og tekist á um túlkun þeirra. Elstu ritgerðirnar eru eftir Konráð Gíslason og Hannes Hafstein og hinar yngstu eru frá allra síðustu árum. Auk núlifandi fræðimanna og skálda eiga margir þekktir höfundar frá 20. öld efni í bókinni. Meðal þeirra eru Einar Ól. Sveinsson, Halldór Laxness, Jakob Benediktsson, Kristinn E. Andrésson, Sigurður Nordal og Svava Jakobsdóttir. Bókin er gefin út í tilefni af því að tvær aldir eru liðnar frá fæðingu Jónasar. Ritstjóri er Sveinn Yngvi Egilsson sem einnig ritar inngang.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • A Short History of Tractors in Ukrainian
  • Hotel Silence
  • Ofvitinn

    Ofvitinn

    Þey, þey! Fótatak upp stigann. Hver? Vill hún strax fara að byrja á dönskutímunum? Það er barið. Hrekk við.
    Kom!
    Og inn í herbergið kemur hávaxin stúlka, dökkhærð, hrokkinhærð, ívið kinnbeinahá, rjóð í andliti, fersk og sælleg, hvítar tennur, drifhvítar hendur, sindrandi eldsveipur í mynd hreinnar meyjar. Hún gengur einörðum skrefum inn gólfið og segir í dálítið háum ögrandi tón: Gott kvöld! Og um leið skýtur hún á móti mér tinnudökkum, leiftrandi augum. Guð í hæstum hæðum! Þvílíkt augnaráð! Þvílíkt líf í þessu andliti! Sú er nú ekki alveg laus við að hafa svolítið af sál. Hún hlýtur að hafa afar mikið vit á skáldskap. Skyldi hún vera með Millilandafrumvarpinu?

    Haustið 1909 hóf Þórbergur Þórðarson nám við Kennaraskólann. Lærifeðurnir ollu honum sárum vonbrigðum og reyndust ófærir um að leysa lífsgátuna. Þórbergur bjó í Bergshúsi á Skólavörðustíg við sult og seyru, en hélt huganum heiðum og leit til stjarna á síðkvöldum. Námi sínu, félögum í Bergshúsi, skáldagrillum, stúkustandi, fyrstu ástinni og þorpslífinu í Reykjavík þessara ára lýsir Þórbergur snilldarlega í Ofvitanum, sem er ein ástsælasta bók hans.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Falling Animals

    Falling Animals

    On an isolated, windswept beach, a pale figure sits serenely against a sand dune staring out to sea. His hands are folded neatly in his lap and there is a faint smile on his otherwise lifeless face. After months of fruitless investigation, the nameless stranger is buried in an unmarked grave, but the mystery of his life and death lingers on, drawing the nearby villagers into its wake. From strandings to shipwrecks, it is not the first time that strangeness has washed up on their shores.

    As a chorus of voices come together to unravel the story of one man, alone on a beach, a crosshatched portrait begins to emerge, threaded by lives both true and imagined, real and surreal, past and present.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • The Summer Before the Dark

    The Summer Before the Dark

    About Doris Lessing

    “Her intelligence is formidable, her integrity monumental and her operating methods wholly uncompromising. She has not spared herself and she will not spare the reader.” – John Leonard writing in The New York Times about The Four-Gated City

    “She is a writer of considerable native power, a ‘natural’ writer in the Dreiserian mold, someone who can close her eyes and ‘give’ a situation by the sheer force of her emotional energy.” – Joan Didion reviewing Briefing for a Descent into Hell in The New York Times Book Review

    “Of all the postwar English novelists Doris Lessing is the foremost creative descendant of that ‘great tradition’ which includes George Eliot, Conrad, and D. H. Lawrence: a literary tradition that scru- tinizes marriage and sexual life, individual psychology and the role of ideology in contemporary society.” – Richard Locke writing in The New York Times about The Temptation of Jack Orkney

    “She is prophetic, but not in a vague, exhortatory, passionate mode. Her judgments are practical, based on sound observation, and her grasp of what is actually happening in the world is ministerial. She is one of the very few novelists who have refused to believe that the world is too complicated to understand.” – Margaret Drabble in Ramparts

    1.290 kr.
    Setja í körfu