

Handbók um hugarfar kúa
990 kr.Handbók um hugarfar kúa er skáldfræðisaga, önnur skáldsaga Bergsveins Birgissonar, en árið 2003 kom skáldsagan Landslag er aldrei asnalegt og var bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Handbókin er hugsuð fyrir þá sem skilja vilja tíðarandann og takt hans. Í Handbók um hugarfar kúa segir frá ungum menningarfræðingi, sem snýr heim eftir strangt nám í útlöndum. Á ráðningarstofum er horft á hann með hluttekningu og hann spurður hvort hann hafi „komið eitthvað fram“? Að lokum fær hann þó í gegnum klíku það verkefni að gera handrit að heimildarmynd um íslensku kúna fyrir Bændasamtök Íslands.
Smám saman rennur upp fyrir hinum metnaðarfulla menningarfræðingi að virðingarstaða kúa speglar hugarfar manna á hverjum stað og hverjum tíma. Jafn einkennilega og það kann að hljóma, falla slíkar tengingar ekki í kramið hjá forkólfum heimildarmyndarinnar. Eftir óhuggulegt atvik í Hvalfirði, þar sem maður með stóra hunda kemur við sögu, verða kenningar um kýr og menn allsráðandi í hugarfjósi kúfræðingsins.


Milli trjánna
990 kr.MILLI TRJÁNNA er safn 47 smásagna sem einkenn- ast allar af þeim áreynslulausa og myndríka stíl sem prýðir verk Gyrðis Elíassonar. Þá kallast umfjöllunarefni þessa safns á við fyrri sögur höfundar. Hér bregður fyrir líkt og áður ýmiskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirr- ar ísmeygilegu fyndni sem lesendur þekkja úr fyrri verkum.
MILLI TRJÁNNA undirstrikar þó jafnframt þá markvissu þróun sem orðið hefur í sagnaveröld Gyrðis í átt til eindregnari efnistaka, um leið og við erum minnt á grunngildi tilveru okkar í þessum fjöl- breyttu en þó heildstæðu smásögum.
Fyrir þessa bók hlaut Gyrðir Elíasson Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 2011.
„MILLI TRJÁNNA er verk samið af höfundi, sem hefur náð fullkomnum tökum á list sinni, liggur mikið á hjarta og kemur því til skila af leiftrandi sköpunargleði… breinn listgaldur.“ – Bergsteinn Sigurðsson, Fréttablaðið
„Helst er ég þó bara á því að Gyrðir sé upp á sitt allra besta í þessari bók. Hún er hreinasta gersemi.“ – Þröstur Helgason, Víðsjá


Aðventa
990 kr.Aðventa ljómar af þeim dimma og bjarta eldi sem kviknar af neistafluginu þegar veruleika og skáldskap er slengt saman, því að aðalpersónan Benedikt og leit hans að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar eiga rætur sínar í veruleikanum.
Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa. Sagan er einföld á yfirborðinu, ekki flókin þegar því sleppir, heldur djúp og frjósöm. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu.
Verk Gunnars Gunnarssonar (1889-1975) nutu fádæma vinsælda á síðustu öld. Bækur hans voru þýddar á tungur stórþjóða um leið og þær komu út.
Jón Kalman Stefánsson ritar formála.






