


Býr Íslendingur hér?
1.290 kr.Sagan af kaupmannssyninum úr Reykjavík sem fullur bjartsýni heldur út í heim til að afla sér menntunar en er svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðir nasista í Þýskalandi. Býr Íslendingur hér? er óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum sem verða í lífi ungs Reykvíkings, Leifs Muller, sem elst upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15 en lendir síðan í einhverri mestu þolraun sem Íslendingur hefur lifað.
Hann er sendur til Sachsenhausen, hinna illræmdu útrýmingarbúða í Þýskalandi, þar sem hann verður fangi númer 68138 – réttlaus þræll meðal þræla. Í þessum nöturlega heimi dregur hann fram lífið og kemst til þroska.
Ólýsanleg grimmd, þjáningar, miskunnarleysi og mannleg niðurlæging urðu hlutskipti Leifs og særðu hann þeim sárum sem aldrei greru og aldrei gátu gróið. Eftir fjörutíu ára þögn segir hann áhrifamikla sögu sína af hreinskilni og einlægni, sáttur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan.
Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englendingunum í hegningardeildinni, Ívani litla og Óskari Vilhjálmssyni, gamla manninum sem gat ekki gengið í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir – sviptir trú á miskunn Guðs og manna.
Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifamiklu örlagasögu og skapað eftirminnilega og magnaða frásögn sem á engan sinn líka meðal íslenskra ævisagna og snertir djúpt alla sem hana lesa – snertir þá og minnir á ábyrgðina sem fylgir því að vera maður.

Einar ríki – Fagurt galaði fuglinn sá
2.990 kr.Einar ríki
III. bindi
Fagurt galaði fuglinn sá
Þórbergur Þórðarson skráði

ÞÞ – í forheimskunarlandi
1.290 kr.Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar, skráð af rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, hefur vakið verðskuldaða athygli. Fyrra bindi sögunnar, ÞÞ – Í fátæktarlandi, kom út árið 2007 og hlaut þá tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Seinna bindið, ÞÞ – Í forheimskunarlandi, kom út árið 2009 og seldist upp.
Í bókunum endurskapar Pétur þroskasögu Þórbergs sem rithöfundar og einstaklings. Hann leitar víða fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum Þórbergs. Pétur endurskapar andrúmsloft liðinna ára og dregur upp forvitnilega og heillandi mynd af einum merkasta rithöfundi okkar sem koma mun nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á

ÞÞ – í fátæktarlandi
1.290 kr.Þórbergur Þórðarson er án efa einn fremsti höfundur íslenskra bókmennta, en það vekur furðu hve seint hann „fór í gang“. Hann er orðinn 36 ára þegar Bréf til Láru kemur út og stendur á fimmtugu þegar hans fyrsta eiginlega skáldverk, Íslenskur aðall, lítur dagsins ljós.
Hvað hafðist hann að fram að því? Hann háði löngum tvísýna glímu við sárustu fátækt, gaf sig allan á vald háleitustu hugsjónum og átti í litríkum ástarævintýrum.
Í ÞÞ – í fátæktarlandi endurskapar Pétur Gunnarsson þroskasögu Þórbergs og leitar víða fanga, ekki aðeins í útkomnum verkum heldur líka ríkulegu óbirtu efni: sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti. Hér er dregin upp mynd sem á eftir að koma nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á óvart.






