

Morgunverður á Tiffany’s
1.290 kr.„Truman Capote er fullkomnasti rithöfundur minnar kynslóðar. Hann skrifar bestu setningarnar orð fyrir orð, hljómfall eftir hljómfall.“ – Norman Mailer
„Töfrarnir við stílsnilld Trumans Capote eru sérstæð samþætting fjaðurmagnaðs léttleika og þunga. Við fylgjumst með honum eins og með flótta íkorna uppi í tré, þar sem hver hreyfing er í senn öldungis makalaus og fullkomlega rökræn þessi fljúgandi vera má kallast bæði léttstíg og rammaukin.“ – Karen Blixen
Í þessu munúðarfulla og tregablandna snilldarverki leiddi Truman Capote ungfrú Holly Golightly fram á sjónarsviðið, en nafn hennar er löngu orðið að hugtaki í bandarísku þjóðlífi og hluti af hinu bókmenntalega landslagi. Holly er viss um að innan um demantana og krókódílaskinnið í verslunum Tiffany’s sé óhugsandi að nokkuð slæmt geti komið fyrir! Lífskvöl hennar, orðheppni og barnslegt sakleysi heillar sérhvern lesanda, eins og verið hefur frá er því sagan kom fyrst út árið 1958. – Hér er ennfremur að finna þrjár af þekktustu smásögum Trumans Capote, en þær eru „Hús blómanna“, „Demantsgítar“ og „Jólaminning“.
Þýðandi er Atli Magnússon
- -19%

Útlit loptsins
Original price was: 15.990 kr..12.990 kr.Current price is: 12.990 kr..Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr sem var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála og Einar Falur inngang. Einnig er birt ljóð eftir Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi. Sigrún Sigvaldadóttir hannar ásamt höfundi.


Eggert Pétursson
15.490 kr.Bókin um Eggert Pétursson inniheldur 109 myndir af málverkum listamannsins og greinar um verk hans, ævi og feril.



Kalt er annars blóð
1.290 kr.Í Kalt er annars blóð er glæpasagnaformið fléttað glæsilega saman við íslenska sagnahefð og íslensk örlög í nútíð og fortíð eins og Þórunni Jörlu einni er lagið. Í kuldalegri Reykjavíkurborg flögrar krummi um og fylgist með viðburðum sem draga munu dilk á eftir sér; hann sér margt sem mannleg augu sjá ekki – peningar skipta um hendur, kettir eru keyrðir niður, hús brennd og menn skotnir eins og skepnur.
Þegar Ása finnur af tilviljun lík í malarhaugi norðan heiða ber margt fyrir augu sem áður hefur verið hulið – hvað rekur fólk til að ryðja öðrum úr vegi og hvað gerist þegar hömlurnar hverfa ein af annarri?
Kalt er annars blóð, sem sækir efnivið m.a. í Njálu, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.




Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant
990 kr.Eleanor Oliphant lifir einföldu lífi: Hún fer í vinnuna, alltaf eins klædd, borðar alltaf sama hádegismatinn, kaupir tvær vodkaflöskur fyrir hverja helgi og drekkur þær. Samstarfsfólkið telur hana stórskrítna en það er allt í himnalagi hjá henni, hún er ánægð með lífið og saknar einskis. Eða alls.
Eitthvað hefur komið fyrir hana, eitthvað sem skýrir hegðun hennar, örin í andliti hennar, múrana sem hún hefur reist í kringum sig. En hvað er það? Og svo gerist atvik sem brýtur upp hversdagsleikann, neyðir hana til að horfast í augu við allt sem hún hefur afneitað og færir henni ný tengsl við lífið.
Gail Honeyman er skoskur rithöfundur sem stundaði háskólanám í Glasgow og Oxford. Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant er fyrsta skáldsaga hennar og var tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna og seld til fjölmargra landa áður en hún kom út.
