• Grár köttur, vetrarkvöld

    Grár köttur, vetrarkvöld

    Hún strýkur leðrinu og áttar sig á því hvað það er orðið kalt. Hún verður að ræsa bílinn. Það er fyrsta skrefið.

    Hitað sæti gæti breytt öllu. Ef hún gerir það ekki kemst hún aldrei héðan. Og varla eru til verri örlög en að sitja að eilífu fastur á frosnu bílastæði úti á Seltjarnarnesi?

    Til hvers er lífið þegar kötturinn manns er týndur? Slík spurning gæti virst léttvæg, en þegar öllu er á botninn hvolft er þá eitthvað mikilvægara en að finna ylinn af öðru lífi?

    Að vita af einhverju sem undirstrikar eigin mannleika? Eitthvað sem jafnvel mætti kalla ást?

    Grár köttur, vetrarkvöld er loðin lýsing á þeirri upplifun að upplifa. Að þrá og þurfa og þjást og þakka fyrir að vera til. Allt eftir aðstæðum. Á meðan skuggarnir lengjast og rotturnar fara á stjá…

    6.490 kr.
    Setja í körfu
  • Villueyjar (kilja)

    Villueyjar (kilja)

    Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
    Eftir það breytist allt.

    Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

    Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

    2.790 kr.
    Setja í körfu
  • Villueyjar

    Villueyjar

    Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.

    Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.

    Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

    Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, KoparborginaKoparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Orrustan um Renóru - kilja

    Orrustan um Renóru – kilja

    Loksins, hugsaði Elísa og skjálfti fór um líkamann. Fyrir framan þau glitti í furðulegt hellisop. Það var eins og jörðin væri að geispa en hefði ekki náð að loka aftur munninum. Elísa hafði séð þennan helli í draumi. Svolítið var í þann mund að gerast sem hafði ekki gerst í fimm hundruð ár. Hún lokaði augunum og hugsaði; Þetta verður að virka!

    Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra. En hvað mun slík orrusta kosta þau?

    Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Koparborgin - kilja

    Koparborgin – kilja

    Í fjarlægu landi stendur gömul borg þar sem lystigarðar umkringja háar hallir og seglskip fylla höfnina … en hallirnar eru mannlausar og seglskipin tóm.

    Við eitt af breiðstrætum borgarinnar stendur Víxlarahúsið þar sem einungis börn hafa búið síðustu þrjár aldir. Þangað leitar Pietro eftir að hafa misst fjölskyldu sína í plágunni. Við sextán ára aldur þurfa börnin að yfirgefa húsið en þangað til standa þau saman og tekst einhvern veginn að þrauka, sama hversu hart er í ári.

    Þegar friðhelgi hússins er rofin heldur Pietro ásamt fleiri börnum inn í leyndardóma háborgarinnar, inn fyrir veggi furstahallarinnar, þangað sem enginn borgarbúi hefur stigið fæti öldum saman.

    Koparborgin var tilnefnd til Norrænu Barna- og unglingabókaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

    2.790 kr.
    Setja í körfu
  • Dóttir hafsins - kilja

    Dóttir hafsins – kilja

    Þegar hún lokaði augunum birtust myndir. Tærir tónar sögðu henni sögur af furðuveröld þar sem myrkrið réð ríkjum, lengst ofan í undirdjúpunum. Elísa tók eitt skref áfram. Svo annað. Lelena var hvíslað. Elísu krossbrá og hún galopnaði augun. Aftur var hvíslað en í þetta sinn var hún ekki hrædd. Áfram. Án þess að hika hljóp Elísa af stað.

    Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni.

    Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Bronsharpan - kilja

    Bronsharpan – kilja

    Þarna var hún!

    Á upphækkuðum palli var skjannahvít stytta af konu. Hún sat á lágum kolli með bronslita hörpu í fanginu. Roðagullið bronsið var áberandi í marmarahöndunum og það glampaði á hljóðfærið í sólskininu. Elísa nálgaðist listaverkið, gjörsamlega hugfangin. Umhverfis styttuna var lágt grindverk. Á því hékk þunn steinplata með áletruninni:

    Belinda og harpan.

    Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur.

    Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?

    Kristín Björg Sigurvinsdóttir útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018 en ákvað svo að elta gamlan draum. Dóttir hafsins var hennar fyrsta skáldsaga og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2020. Bronsharpan er önnur bókin í bókaflokknum Dulstafir.

    Dulstafir, bók 1: Dóttir hafsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.

    3.490 kr.
    Setja í körfu