• Blái pardusinn: Hljóðbók

    Blái pardusinn: Hljóðbók

    Blái pardusinn – hljóðbók er dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap.

    Streymisveita ein hefur gefið út hljóðbókina Bláa pardusinn, örlagasögu sem innblásin er af ævintýralegu ferðalagi íslenskrar konu um Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hér segir frá þremur hlustendum bókarinnar og baráttu þeirra við að halda þræði í æsispennandi atburðarásinni mitt í daglegu amstri en höfundurinn, sem enginn veit hver er, gerir þeim ekki auðvelt fyrir. Dæmalaus frásögnin fer um víðan völl og illmögulegt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki, líkt og kemur í ljós þegar leiðir hlustendanna þriggja liggja að lokum saman við óvenjulegar og þrúgandi aðstæður.

    Sigrún Pálsdóttir skrifar knappar, meitlaðar og innihaldsríkar sögur sem hafa vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis. Fyrri bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrir þær hefur hún hlotið verðlaun og tilnefningar.

    7.990 kr.
    Setja í körfu
  • Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson
  • Staða pundsins

    Staða pundsins

    1.290 kr.
    Setja í körfu