 - Jötunsteinn6.990 kr.- Jötunsteinn, steyptur hellusteinn sem til stendur að leggja í gangstétt, þýtur í átt að bílrúðu. Fyrir innan hana situr stórtækur verktaki. Úti stendur bugaður arkitekt. Tíminn silast áfram sekúndubrot fyrir sekúndubrot. - Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektarverðustu höfunda landsins. Í þessari kröftugu nóvellu er Jötunsteini kastað inn í heita umræðu um fegurð í borg sem er smám saman að hjúpast svartri klæðningu og gráu þverliggjandi bárujárni. Sagan hefur þegar komið út á dönsku, ítölsku og ensku og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. 
