
Saga af bláu sumri
1.290 kr.Saga af bláu sumri fjallar um unga konu sem sest að í húsi látinnar ömmu sinnar yfir sumartímann.
Ég velti fyrir mér hvort kjörbúðin væri enn á sínum stað því ég hafði alveg gleymt að líta eftir því þegar ég gekk í gegnum bæinn úr rútunni daginn áður. Stúlkan sem ég sá á leiðinni hafði fangað alla athygli mína. Eftir á að hyggja þótti mér í raun merkilegt að ég skyldi hafa gengið rétta leið heim að húsinu en ekki ráfað eitthvað út í bláinn eftir að hún hvarf mér sjónum.
„Strax með fyrstu bókinni, Ást og appelsínur, varð ljóst að hér var komin skáldkona sem hafði þegar fundið sína rödd.“
– Úlfhildur Dagsdóttir, BókmenntavefurinnÞórdís Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1978. Hún hefur sent frá sér ljóðabækurnar Í felum bakvið gluggatjöldin, Vera & Linus, Og svo kom nóttin, og Ást og appelsínur. Þetta er hennar fyrsta skáldsaga.
