• Örblíða

    Örblíða

    Í Örblíðu leiðir Úlfar Þormóðsson lesandann í undarlegt ferðalag, sprottið upp úr hugleiðingum af ýmsu tagi og leit að manni sem sífellt hverfur. Skyndilega er veruleika sögumanns raskað. Dregið er fram í dagsljósið áratugagamalt mál. Úlfar rifjar upp málavexti og afhjúpar ýmsar fullyrðingar sem varpað hefur verið fram.

    Leit hans að upplýsingum í stjórnkerfinu tekur á sig kostulega mynd sem minnir á Kafka. Í miðjum klíðum verður hann fyrir þeim harmi að missa unnustu sína til þrjátíu ára – og þung sorgin verður förunautur hans.

    Við áframhaldandi leit fýkur sannleikurinn út í veður og vind. Og sögumaðurinn öðlast frið í sálu sinni.

    Einstök bók um völundarhús mannheima eftir einn merkilegasta höfund þjóðarinnar.

    Úlfar Þormóðsson hefur sent frá á þriðja tug bóka af ýmsu tagi sem vakið hafa mikla athygli.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Boxarinn

    Boxarinn

    Hér segir sonur sögu föður síns sem var maður af margri gerð, í senn heillandi og haldinn þrúgandi óeirð og mikilli athafnaþrá. Inn í frásögnina fléttast litríkar örlagasögur ýmissa ættingja; misindismanna, sérstæðra kvenna, launbarna og ungs fólks sem þurfti að þola sumt af því versta sem lífið skapar mönnum. Boxarinn eftir Úlfar Þormóðsson er í senn fögur saga og sönn en jafnframt glettin og hlý. Eftir Úlfar liggur fjöldi skáldverka af ýmsu tagi og vakti síðasta saga hans, Farandskuggar, mikla athygli og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu