-
Mzungu
7.790 kr.Eftirvænting ríkir í loftinu þegar Hulda kemur til Kenía þar sem hún ætlar að starfa á heimili fyrir munaðarlaus börn. Íslendingurinn Skúli er í forsvari fyrir heimilið og virðist stýra því af miklum myndarskap og hlýju. Þegar líða tekur á dvölina fer Huldu þó að gruna að ekki sé allt með felldu.
Mzungu er hörkuspennandi og áleitin frásögn um hvert góður vilji og löngun til að bæta heiminn getur leitt. Verðlaunahöfundurinn Þórunn Rakel Gylfadóttir og Simon Okoth Aora meðhöfundur hennar draga af næmni og skarpskyggni upp æsilega atburðarás byggða á sönnum atburðum um líf og örlög fólks í Kenía.
Mzungu: Sá eða sú sem ráfar stefnulaust um, upphaflega notað í Austur-Afríku til að lýsa landkönnuðum á 18. öld. Í dag er þetta hugtak aðallega notað um Vesturlandabúa.
-
Akam, ég og Annika
4.590 kr.Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?
-
Akam, ég og Annika – Stytt útgáfa
4.590 kr.Stytt útgáfa af verðlaunabókinni Akam, ég og Annika. Einfalt málfar og orðskýringar til að koma til móts við fjölbreyttan lesendahóp.
Hrafnhildur er ósátt við að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Það er erfitt að vera nýja stelpan í skólanum, mállaus og vinalaus, en fljótlega kemst hún að því að lífið er enn erfiðara hjá öðrum. Hrafnhildur þarf að takast á við áskoranir sem hún hefði aldrei trúað að væru til og reyna verulega á hugrekki hennar. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar? Og í hvaða vandræðum er Akam?