-
100 kvæði – Þórarinn Eldjárn
6.690 kr.Bókin 100 kvæði inniheldur mörg af þekktustu og dáðustu kvæðum Þórarins Eldjárns
Kristján Þórður Hrafnsson valdi kvæðin.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
Sérðu það sem ég sé
1.290 kr.Sérðu það sem ég sé hefur að geyma tólf listilega samansettar smásögur sem veita ferskum og kitlandi andblæ inn í líf lesandans. Hér sýnir Þórarinn Eldjárn enn á ný að fáir standa honum á sporði í smásagnagerð.
Sögurnar eru ólíkar að efni og stil. Allar bera þær hins vegar merki einstakrar frásagnargáfu þar sem saman fer hnitmiðuð uppbygging og örugg tök á tungumálinu. Gamansemin er ismeygileg en reynist oft egghvöss þegar betur er að gáð og kippir stundum fótunum undan lesandanum.
Þórarinn kemur víða við í sögunum enda er honum fátt óviðkomandi. Hér segir af hremmingum íslenskra ungmenna í París, afdrifaríkum feluleik barna á Íslandi, deilum jurtasafnara og fuglaskoðara, magnaðri níðstöng og vandamálum við skráningu örnefna á íslenskum landnámsjörðum, svo fátt eitt sé nefnt.
Bækur Þórarins Eldjárns hafa um árabil notið mikilla vinsælda. Sérðu það sem ég sé mun án vafa auka hróður hans enn frekar.