• Fljótt, fljótt sagði fuglinn

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn

    Þessi bók er veisluborð. Réttirnir eru fjölbreyttir með ólíkindum og fram bornir af einstæðri kunnáttusemi. Lesandanum er boðið í hóf og þarf ekki að gæða sér á öllum réttunum í einu, en finnur hvarvetna „bragð hins göfga óspillta víns“, eins og Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði um ritlist Thors Vilhjálmssonar.

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn færir lesanda heim sanninn um myndvísi Thors, orōkynngi og stílíþrótt. Rætur verksins liggja víða í evrópskri menningu, goðsögum sem samtímalist, en um leið er það merk heimild um umbrotin miklu sem urðu þegar það var ritað, 1968.

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn, er tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Ásamt örfáum verkum öðrum markaði bókin nýjan áfanga í íslenskri sagnagerð, og hefur æ síðan verið lesin og kapprædd af áhugafólki um bókmenntir. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál, en lengi verið ófáanleg hérlendis.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Náttvíg

    Náttvíg

    Ástin, dauðinn, hafið: Thor Vilhjálmsson fléttar þessa þræði saman í áhrifamikla sögu úr undirheimum Reykjavíkur, sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl sögumanns og neyða hann í leiðangur – þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Þessi skelfilega för vekur með sögumanni minningar um fortíð hans á sjónum, um ofbeldi, dauða og varnarleysi lífsins. En hann er ekki laus: lögreglan þarf á liðveislu hans að halda við að leita illvirkjana uppi, og sú ferð reynist ekki síður viðburðarík.

    Inn í þessa meginsögu fellir Thor margar aðrar úr næturlífi Reykjavíkurborgar, af fortíð persóna en líka af öðru fólki, sumar erótískar, aðrar háðskar, en allar bornar uppi af einstakri frásagnargáfu hans og stílgaldri.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Faldafeykir: greinasafn
  • Placeholder

    Tvílýsi

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Raddir í garðinum

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Grámosinn glóir

    Grámosinn glóir

    „Þá ertu frjáls skáld… hvernig viltu hafa einn morðingja í sögu?“ segir unga skáldið við sjálft sig þegar það blaðar í gömlum málskjölum sem segja frá Jóni morðingja og reynir að gera sér í hugarlund hvernig slíkur maður er í raun.

    Skáldið er lögfræðingur, höfðingsefni, og trúir á mátt einstaklingsins og endurreisn sinnar þjóðar, komið af hraðfleygri stund erlendra borga, úr kliðandi laufskálum og grónum menntasetrum í þungbúnar víðáttur átthaganna þar sem tíminn stendur nánast í stað og kotin gægjast upp úr landinu, á dreif milli þögulla fjalla og eyðilegra heiða.

    Framundan er fyrsta embættisverkið: dómsmál, sifjaspell, morð.

    Og áður en langt um líður situr skáldið sem dómari andspænis morðingja í annarri sögu; það sér og skynjar hver morðinginn í raun er en dómaranum ber einungis að dæma og semja sögulok; enginn spyr hvernig morðingja skáldið kysi sér.

    Með skáldsögunni Grámosinn glóir mun Thor Vilhjálmsson eflaust koma mörgum skemmtilega á óvart. Hann sækir nú efnivið sinn til íslenskra sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna en spinnur í sömu mund saman þrjár ástarsögur. Að auki er sagan epískari en flestar sögur hans aðrar á seinni árum, á sér dýpri rætur í íslenskri sagnahefð en þær og snýst meira um sérleika íslenskrar vitundar og veru.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Morgunþula í stráum
  • Fuglaskottís

    Fuglaskottís

    1.290 kr.
    Setja í körfu