
Skálds saga
1.990 kr.Hvernig er að vera rithöfundur? Hvaðan kemur innblásturinn og þörfin til að skrifa? Hvernig komast hugmyndirnar síðan á blað – og bók?
Verðlaunahöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir hefur á löngum ferli samið fjölda skáldsagna, ort ófá ljóð og skrifað vinsælar sannsögur, en hér er hún á nýjum slóðum og segir frá sjálfri sér, viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir.
Hún sýnir inn í vinnuherbergin og hugarfylgsnin, flakkar um landið og heiminn og dregur upp myndir af harðri glímu sinni við form og stíl, persónur og sögusvið, ytri aðstæður og innri hindranir. Um leið lýsir hún umhverfi, lífsreynslu og atvikum sem hafa orðið henni kveikjur að skáldskap og hvatning til að halda út dagana og árin sem það tekur að komast á leiðarenda, ljúka verki – sem ekki er alltaf sjálfgefið að takist.
Allt þetta kryddar Steinunn með sínum einstaka húmor, þekkingu og ærslafullum stíl sem enginn leikur eftir, og býður lesendum til ógleymanlegrar veislu. Fyrir seinustu skáldsögu sína, Ból, fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin.


Lavaland
4.690 kr.Lavaland is a powerful tale of love and loss, of grief and surrender, and ultimately of great courage and resilience in the face of life’s cruel blows.
LínLín is a survivor who stands strong despite a series of tragic losses she has experienced in her life. However, when a volcanic eruption threatens to consume her beloved Sæluból, the summer cottage where she and her family and friends have spent so many magical moments, she is faced with a critical decision as she recalls the memories, secrets and sorrows that have shaped her.
Novelist and poet Steinunn Sigurðardóttir, renowned for her acute insight into the human condition, her keen wit and engaging style, has been at the forefront of Icelandic literature for decades and her published work numbers in the dozens. Her latest novel, Lavaland, with its skillfully crafted multi-layered narrative, resonates with emotional depth and humanity — qualities that earned her the Icelandic Literary Prize. An unforgettable story that leaves a lasting impression.
Translated by Lorenza Garcia.


Tíminn á leiðinni
1.490 kr.Tíminn á leiðinni er ellefta ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur. Meginstef hennar er tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir sem koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, kaldhæðni og djúp alvara vegast á í skörpum og kjarnmiklum ljóðum.







