• Konur

    Konur

    Konur er fimmta skáldsaga Steinars Braga og vakti mikla eftirtekt þegar hún kom út.  Sagan segir frá ungri íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar bankamaður, einn íslensku útrásarvíkinganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsilegri þakíbúð í háhýsi við Sæbraut meðan hún kemur sér fyrir. En smám saman fær hún á tilfinninguna að verið sé að leiða hana í gildru …

    Konum var fádæma vel tekið af gagnrýnendum og lesendum og hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Dáin heimsveldi

    Dáin heimsveldi

    Dag einn birtist á himni risavaxinn, svartur hlutur. Úkraínski geimfarinn Pi er fyrstur á vettvang og hverfur inn um dyr á hlið fyrirbærisins. Áratug síðar snýr hann aftur en er fámáll um reynslu sína.

    Við upphaf 22. aldar lifir fólk í fátækt eftir heimsstyrjaldir og hrun lífkerfa jarðarinnar. Íslenska þjóðin er varla til lengur nema sem hugmynd en við logndauðar strendur landsins lóna snekkjur og á hálendinu er geimlyfta sem flytur vörur í borgir ríka fólksins á braut um jörðu.

    Emil, lítt þekktur textamaður af íslenskum ættum, er útvalinn til að fara upp með lyftunni og taka viðtöl við Pi um það sem gerðist inni í fyrirbærinu. Verkið reynist vera snúið, ekkert er eins og það sýnist og í órafjarlægð frá jörðinni saknar hann Sögu, konu sinnar. Það eina sem hann vildi gera var að bjarga framtíð þeirra – en er það of seint?

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Turninn

    Turninn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Útgönguleiðir

    Útgönguleiðir

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Himinninn yfir Þingvöllum
  • Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins
  • Allt fer

    Allt fer

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hálendið

    Hálendið

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sólskinsfólkið

    Sólskinsfólkið

    1.290 kr.
    Setja í körfu