• Gleðileikurinn djöfullegi

    Gleðileikurinn djöfullegi

    Húrra! Magnað! Loksins gleðileikur

    um lífið í Reykjavík, stórbrotin atvik á börum

    í miðbænum, þar sem logar af lífi kveikur

    og skylmst er á götum, því skynsemin er á förum!

    Rökkrið fer yfir, allt er á leið til fjandans,

    alþingismenn verða orðlausir fyrir svörum

    og upp að nýju synir og dætur landans

    rísa frá dauðum og neista næturbál.

    Mussju, nostalgískt ungskáld, leitar andans

    og ástarinnar sem hvarf, og segir: Skál!

    í slagtogi við Dauðann, Kafka og Krist,

    Birgittu Haukdal, Harry Potter og Njál,

    Foucault, Satan og fleiri er af stakri list

    koma við sögu í grátlegum gleðileik Íslands . . .

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kóperníka

    Kóperníka

    Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og sýfilisfaraldur geisar. Börn í borginni hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir á Konunglega spítalanum, er rekinn frá störfum sínum og fært það í hendur að rannsaka lát besta vinar síns. En er nokkur niðurstaða í augsýn?

    Kóperníkus einsetur sér að komast til botns í málinu og fylgist grannt með háttum samstarfsmanna sinna á spítalanum, sem hann grunar að séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Lík eru grafin upp úr Assistens-kirkjugarði eftir því sem þau hrannast upp á krufningaborðinu, og svo er ástin sem enginn má hugsa um þar til niðurstaða finnst. Á endanum getur Kóperníkus fáu treyst nema eigin innsæi. 

    Sölvi Björn Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Seltu. Kóperníka er sú sjöunda í röðinni og hafa bækur hans hvort tveggja hlotið innlenda og alþjóðlega viðurkenningu.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Síðustu dagar móður minnar

    Síðustu dagar móður minnar

    Þegar Mamma greinist með ólæknandi sjúkdóm og tarotspilin boða ekki bata heldur ævintýr er lífi hennar og Dáta, 37 ára sonar hennar, snúið á hvolf. Saman fara þau til Amsterdam í leit að líkn og reynist ferðalagið allt þetta í senn: gráglettið og tregafullt, innilegt og fyndið.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Blómið – saga um glæp
  • Gestakomur í Sauðlauksdal
  • Selta: apókrýfa úr ævi landlæknis