
Vélhundurinn Depill
5.590 kr.Vélhundurinn Depill er fjórða sagan í verðlaunaflokknum um Pétur og Stefaníu, alveg skuggalega skemmtileg og ætluð lesendum á aldrinum 6–10 ára. Bókin er ríkulega myndskreytt og með sérvöldu auðlæsilegu letri.
Nornin, vinkona Péturs og Stefaníu, hefur misst hann Lubba sinn og er alveg óhuggandi. Í ofanálag er eitthvað óhugnanlegt á seyði í garðinum sem virðist tengjast gröf Lubba. Hver er að róta í moldinni? Það skyldi þó ekki vera að ljúfi hundurinn Lubbi sé genginn aftur – hauslaus í ofanálag?
Stórkostlega sumarnámskeiðið
5.590 kr.Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn. Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi.
Sögur Tómasar Zoëga og Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur um þau Pétur og Stefaníu eru óborganlega skemmtilegar og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar. Þar á meðal eru tilnefningar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Þetta er þriðja sagan um vinina uppátækjasömu, ætluð lesendum á aldrinum 6–10 ára.
Bókin er upplögð fyrir þau sem eru farin að lesa sjálf, letrið er þægilegt og hver opna með skemmtilegum litmyndum.
