• NammiDagur

    NammiDagur

    Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu. Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar. Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti …

    En hvaðan kom kjötið og hversu lengi geta bálskotnir unglingar verið saman í bústað án þess að hitni verulega í kolunum?

    Höfundar NammiDags hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • VeikindaDagur

    VeikindaDagur

    Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?

    Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á hrollköldu stálborðinu.

    Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?

    VeikindaDagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!

    4.490 kr.
    Setja í körfu