• Hnattflug

    Hnattflug

    Systir mín átti upplýstan brott rafmagnaðangrip og það er trúlega
    honum að kenna að ég hugsa mér stundum fimmþúsund vatta
    peru inni í jarðkúlunni þá verður hafið gegnsætt fjallgarðar
    logandi og örnefni vandlega letruð í litaðan svörðinn.

    Sá sem opnar þessa bók piggur boð um heimsreisu. Hvert ljóð er áfangastaður á ferð sem hefst á Íslandi en heldur áfram í austur allan hringinn. Stiklað er á lengdarbaugum frá einu kennileiti til annars og úrinu flýtt eftir atvikum.

    Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd árið 1973 á Akranesi. Hún hefur vakið athygli fyrir frumlega texta, bæði skáldskap og pistla, en hún starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Ljóðabókin Blálogaland kom út árið 1999. Sigurbjörg hefur hlotið ýmiss konar viðurkenningar fyrir ljóð sín og sögur. Hnattflug hlaut viðurkenningu dómnefndar í samkeppni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Flaumgosar

    Flaumgosar

    Flaumgosar er tíunda ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur.

    Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Mæður geimfara

    Mæður geimfara

    Pálsteinn var fimmtíuogeins og alla þá daga sem hann hafði lifað eftir að hann fullorðnaðist hafði hann dreymt um að verða vitni að glæp …

    Hér er á ferðinni litríkt sagnasafn um tilraunir manneskjunnar til að svífa – og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf.

    Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar ljóð, leiktexta og prósa og er margkunn heima og erlendis fyrir einstakan og ísmeygilegan stíl. Hún á að baki fjölmargar ljóðabækur, tvær skáldsögur og margvísleg önnur verk. Sigurbjörg hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Blysfarir.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Stekk

    Stekk

    1.290 kr.
    Setja í körfu