
Torf, grjót og burnirót
5.490 kr.Una og Ormur eru í heimsókn hjá afa og ömmu þegar þau reka augun í gamla ljósmynd af íslenskum torfbæ. Afi fræðir þau um þessi gömlu hýbýli þjóðarinnar og í kjölfarið ákveða þau að sumarhúsið sem amma og afi ætla að reisa skuli verða torfbær.
En hvernig á að byggja torfbæ? Sko, ALVÖRU torfbæ?
Torf, grjót og burnirót leiðir lesendur um töfra torfsins og útskýrir hvernig torfbær er reistur, hvernig á að hlaða grjóti, stinga torf og finna burnirót úti í haga til að koma fyrir í vegghleðslunni, bænum til heilla.



Sigrún í safninu
5.390 kr.Þegar barnabókahöfundurinn Sigrún Eldjárn var lítil stelpa átti hún heima í Þjóðminjasafninu ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þau voru samt engir safngripir eins og Valþjófsstaðahurðin eða Þórslíkneskið heldur bjuggu í ósköp venjulegri íbúð í safninu en faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður á þessum tíma. Þetta sérstæða æskuheimili hafði djúpstæð áhrif á Sigrúnu sem rifjar hér upp æskuminningar, leiki og uppákomur innan um merkilegustu dýrgripi þjóðarinnar.
Leit
Sjá:
- Notaðar bækur (1)
- Nýjar bækur (2)
Sía eftir útgáfuári
Sía eftir verði
Sía eftir tungumáli
- íslenska (3)
