
Alla mína stelpuspilatíð
1.290 kr.Hvert hafa spor hálfsextugrar stelpu legið?
Hvers vegna þræddi hún þessa leið en ekki hina?
Og hvert fór eiginlega tíminn?
Sigríður Kristín er frá Garði í Mývatnssveit, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur rithöfundar og Þorgríms Starra Björgvinssonar bónda og hagyrðings, komin af Reykjahlíðar- og Skútustaðaætt og af kjarnafólki á Hornströndum. En hún naut þess ekki alltaf eins og hún segir hispurslaust frá í þessari ögrandi og „öðruvísi“ ævisögu. Auk þess að lýsa því hvernig var að alast upp í norðlenskri sveit á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þar sem foreldrarnir voru kommar og húsfreyjan skrifaði bækur með „orðbragði“, dregur hún upp litríka mynd af ættmennum sínum, einkum konunum og þá fyrst og fremst móður sinni, veltir fyrir sér hlutskipti kynjanna í fortíð og nútíð – og dásamar þá tilviljun sem lífið er.
- -47%

Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi
Original price was: 9.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?
Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.
Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.
