
Líf
8.490 kr.Fjölskyldufaðir finnst látinn á heimili sínu í Grafarholti og virðist hafa fallið fyrir eigin hendi. En við krufningu kemur í ljós örlítið frávik. Smávægilegt ósamræmi sem breytir öllu.
Guðrún Ýr Ingimarsdóttir rannsóknarlögreglumaður fær málið í sínar hendur. Hún er eldskörp og hröð í hugsun, en líka þrjósk og rekst gjarnan á veggi innan kerfisins.
Í ljós kemur að þetta mál er aðeins upphafið að miklu stærri ráðgátu. Þræðirnir liggja inn í heim valda, spillingar og leyndarmála sem einhver er tilbúinn að verja með blóði. Í skuggunum bíður sá sem skilgreinir morð ekki sem glæp, heldur list.
Líf er ófyrirsjáanlegur sálfræðitryllir sem kafar djúpt í myrkustu afkima mannlegs eðlis. Reynir Finndal Grétarsson leiðir lesandann inn í hugarheim þar sem sannleikurinn er aldrei einfaldur og siðferði er afstætt. Lesandinn er orðlaus að lestri loknum.

Fjórar árstíðir – sjálfsævisaga
7.990 kr.Reynir Finndal Grétarsson ólst upp við að þurfa að standa sig. Sem stofnandi og stjórnandi Lánstrausts, síðar Creditinfo, byggði hann frá grunni upp öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem stóð af sér risavaxnar sviptingar. En eitthvað vantaði.
Við lítum í baksýnisspegilinn með Reyni, sem segir sögu sína af fágætri einlægni. Þetta er saga um venjulegan strák frá litlu þorpi á Norðurlandi, sem gerir stundum óvenjulega hluti. Viðskiptasaga, saga af andlegum áskorunum og ástarsaga. Fólkinu sem bregður fyrir er jafnan lýst af innsæi. Ekki síst Reyni sjálfum.
Gefur það starfsævinni meiri merkingu að gera sjálfan sig óþarfan? Er betra fyrir sálina að smíða hús á Blönduósi en að sitja að veisluborðum með milljarðamæringum og þjóðhöfðingjum? Er betra að græða sár en peninga? Er hægt að finna slóða þegar vegurinn virðist ekki ná lengra? Er skemmtilegra að safna landakortum en greiðslukortum? Er hægt að finna nýjan tilgang og gerast rithöfundur?
Fjórar árstíðir er þroskasaga um andríkan harðhaus sem lærði að sleppa tökunum.
