• Villueyjar (kilja)

    Villueyjar (kilja)

    Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
    Eftir það breytist allt.

    Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

    Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

    2.790 kr.
    Setja í körfu
  • Villueyjar

    Villueyjar

    Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.

    Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.

    Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

    Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, KoparborginaKoparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Koparborgin - kilja

    Koparborgin – kilja

    Í fjarlægu landi stendur gömul borg þar sem lystigarðar umkringja háar hallir og seglskip fylla höfnina … en hallirnar eru mannlausar og seglskipin tóm.

    Við eitt af breiðstrætum borgarinnar stendur Víxlarahúsið þar sem einungis börn hafa búið síðustu þrjár aldir. Þangað leitar Pietro eftir að hafa misst fjölskyldu sína í plágunni. Við sextán ára aldur þurfa börnin að yfirgefa húsið en þangað til standa þau saman og tekst einhvern veginn að þrauka, sama hversu hart er í ári.

    Þegar friðhelgi hússins er rofin heldur Pietro ásamt fleiri börnum inn í leyndardóma háborgarinnar, inn fyrir veggi furstahallarinnar, þangað sem enginn borgarbúi hefur stigið fæti öldum saman.

    Koparborgin var tilnefnd til Norrænu Barna- og unglingabókaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

    2.790 kr.
    Setja í körfu